fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Matur

Kringlóttar hollenskar pönnukökur með maple smjöri sem steinliggja

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 16:24

Hér sviptum við hulunni af dýrindis pönnukökum sem eiga eftir að steinliggja í næsta kaffiboði. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni ein dýrindis uppskrift af nýstárlegum kringlóttum pönnukökum úr smiðju Maríu Gomez matar- og lífsstílbloggara sem heldur úti síðunni Paz. Þetta er pönnukökur sem allt öðruvísi í laginu en við erum vön og þó toppaðar með líku meðlæti eins og amerískar pönnukökur.

„Ég er búin að ætla mér í þó nokkurn tíma að gera nokkrar uppskriftir af góðgæti sem ég kynntist í hinni einu sönnu Ameríku. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Dutch pancakes eða Poffertjes var fyrr en ég fór á stað í New York sem heitir Le pain quotidien,“ segir María.

Poffertjes er mjög þekkt í Hollandi og það kannast örugglega margir sem hafa komið þangað við að hafa keypt sér poffertjes af götusölum. Hægt er að fá poffertjes með súkkulaðiáleggi, rjóma, síróp eða bara hverju því sem hugurinn girnist. Oftast er þó alltaf búið að sáldra flórsykri yfir.

Þessar dýrindis litlu kringlóttu pönnukökur er gjarnan bornar fram með banana og maple smjöri og eru hrikalegar góðar. Við lofum ykkur að þær steinliggja í næsta pönnukökukaffi.

Poffertjes deig

350 ml mjólk eða 3,5 dl

1 tsk. þurrger

150 g hveiti

100 g bókhveiti (það má líka sleppa bókhveiti og nota venjulegt hveiti í staðinn, en hefðbundnar eru alltaf með bókhveiti í Hollandi, fæst í Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni og víðar)

2 msk. sykur

1/2 tsk. fínt borðsalt

1 egg

1 tsk. vanilludropar

Smjör til steikingar

Flórsykur til að sáldra yfir tilbúnar pönnukökurnar

Maple smjör

115 g kalt smjör

1/2 bolli Rapunzel maple síróp

1/2-1 tsk. gróft salt

Poffertjes deig

Byrjið á því að setja öll þurrefnin saman í skál og hrærið (líka þurrgerið). Velgið mjólkina í örbylgju og hafið hana ögn heitari en ylvolga. Setjið svo eggið út í ásamt mjólkinni og vanilludropunum og hrærið vel saman án þess að ofhræra, bara svo það blandist rétt saman. Leggið plastfilmu yfir skálina og hefið á volgum stað í 1 klukkustund. Þegar deigið er búið að hefast hitið þá eplaskífu eða profertjes pönnu og penslið hvert hólf með bræddu smjöri. Mér finnst best að hella deiginu í könnu með stút og hella í hvert gat á pönnunni til hálfs. Bakið þar til koma göt ofan á pönnukökuna og snúið henni þá við með tveimur grillpinnum eða oddhvössum hlut til dæmis stórri nál eða eitthvað sem líkist grillpinna og bakið svo hina hliðina þar til verður gullinbrún eða í eins og í 1-2 mínútur.

Maple smjör

Hitið Rapunzel maple sírópið í potti við vægan hita, bara hita ekki sjóða. Setjið svo kalt smjör og salt út í og látið smjörið bráðna vel saman við og hrærið vel í þegar það er alveg bráðnað. Berið svo fram heitt með pönnukökunum en þetta er einnig mjög gott með hefðbundnum amerískum pönnukökum sem dæmi.

Borið fram

Berið pönnukökurnar fram heitar og sáldrið smá flórsykri yfir þær. Mér finnst rosa gott að hafa niðursneiddan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn