fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:05

Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, og Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Lemon heldur áfram blómstra og framundan er opnun fleiri nýrra staða. Lemon undirritaði á dögunum samning við Hagkaup um opnun þriggja nýrra staða í verslunum Hagkaups.

Lemon er skyndibitastaður sem sérhæfir sig í hollum samlokum og ferskum djúsum. Staðirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og með nýju stöðunum í Hagkaup verða Lemon staðirnir ellefu talsins, sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi. Nýju staðirn­ir verða staðsett­ir í Hag­kaup Kringl­unni, Skeif­unni og Smáralind og kærkomin viðbót við veitingahúsaflóruna á því svæði.

„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við erum mjög spennt fyr­ir nýju stöðunum í Hag­kaup. Við telj­um að viðskipta­vin­ir eigi eft­ir að fagna því að eiga mögu­leika á að grípa með sér holl­ar og bragðgóðar sam­lok­ur og sól­skín í glasi í fjöl­breytt verk­efni dags­ins,“ seg­ir Jó­hanna Soffía Birg­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Lemon.

„Við erum gríðarlega spennt fyr­ir þessu sam­starfi, við opnuðum Lemon í Garðabæ fyr­ir nokkru vik­um og viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar. Við erum því sann­færð að þrír nýir staðir eigi eft­ir að slá í gegn enda holl­ur og góður skyndi­biti sem fell­ur vel að okk­ar framtíðar­sýn og nýrri stefnu Hag­kaups sem við erum að kynna til leiks þessa dag­ana,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb