fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Aðventuaskjan frá Omnom sem slegist verður um

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 21:16

Aðventuaskjan frá Omnom í ár er einstaklega fallleg og stílhrein, svört með fallegri gyllingu. MYNDIR/OMNOM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðigerðin Omnom er þekkt fyrir að gleðja súkkulaðiunnendur og þegar líður að jólum vex spennan hjá súkkulaðiunnendum sem bíða eftir aðventuöskjunni frægu sem slegist hefur verið um.

Það er ekki hægt að segja annað en að Omnom súkkulaðigerðin kunni svo sannarlega að gleðja súkkulaði- og jólaunnendur og kitla bragðlaukana með frumlegum og freistandi árstíðabundnum nýjungum sem njóta mikilla vinsælda og það er ekkert lát á því.

Nú hefur aðventuaskjan frá Omnom litið dagsins ljós sem slegist var um í fyrra líkt og endranær enda selst hún upp ávallt upp á mettíma. Omnom býður upp á fjórar ólíkar bragðupplifanir fyrir hvern sunnudag á aðventunni. Handgert gæðasúkkulaði góðgæti og býður upp ævintýraferðalag fyrir bragðlaukana.

Aðventuaskjan í ár er svört með fallegri gyllingu og er fullkomin viðbót við Winter Collection línuna sem söfnunargripur.

Hver og ein bragðupplifun kemur í glæsilegri og vandaðri tindós sem nýtur sín vel sem skraut á jólatrénu eða á fallegri aðventugrein. Advent Sundays er munaður fyrir bragðlaukana.

Í Advent Sundays gjafaöskjunni má finna:

Ristaðar möndlur hjúpaðar með dökku súkkulaði og þurrkuðum hindberjum.

Mokkasúkkulaði rúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði.

Saltaðar möndlur hjúpaðar með karamellusúkkulaði.

Mjólkursúkkulaði húðaðar heslihnetur.

Aðventuaskja Omnom er til í mjög takmörkuðu upplagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum