fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Unaðslega gott fiski taco með jalapenjó-avókadó sósu sem slær í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 24. október 2022 18:17

Hér er á ferðinni einfalt og ferskt fiski taco með jalapenjó-avókadó sósu sem þið eigi eftir að elska. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni einfalt og ferskt fiski taco með jalapenjó-avókadó sósu sem þið eigi eftir að elska. Þessi réttur kemur úr smiðju Maríu Gomez sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is. María lofar lesendum að þessu réttur sé einfaldur í framreiðslu og taki stutta stund að útbúa. Í upphafi nýrrar viku er ávallt svo dásamlegt að fá sér ljúffenga fiskrétt og sérstaklega þegar brögðin eru spennandi og útfærslan skemmtileg.

„Ég lofa að þetta er svo einfalt að gera og tekur ekki nema stutta stund og eiginlega eina sem maður þarf að hafa eitthvað smá fyrir er að steikja fiskinn,“ segir María og bætir við að þessi réttur hafi slegið í gegn á hennar heimili.

Hér kemur uppskriftin af þessum dásamlega tacorétt sem á eftir að slá í gegn í eldhúsinu ykkar.

Fiski taco með jalapenjó- avókadó majósósu

Hrásalat í taco

90 g smátt skorið kínakál

100 g smátt skorið rauðkál

140 g smátt skornir smá tómatar

1 smátt skorið avókadó

70 g smátt skorinn rauðlaukur

2 tsk. sykur

Raspaður börkur af einu lime

4 tsk. nýkreistur limesafi

Jalapenjó-avókadó majó

1-2 stk. marin hvítlauksrif

1 dl majónes

½  stk. þroskað avókadó

25 dropar Tabasco sósa með jalapenjóbragði

Kryddhjúpur á fiskinn

1 tsk. hvítlauksduft (garlic powder, ekki hvítlaukssalt)

1 tsk. laukduft (onion powder)

1,5 tsk. fínt borðsalt (hafið það fínt salt ekki gróft)

1 tsk. cumin (ekki Kúmen eins og í kringlum)

1 tsk. sykur

1 tsk. paprikuduft

1 tsk. timian þurrkað

2 egg

1 dl hveiti eða jafnvel ögn meira

Annað sem til þarf

350 g hvítur fiskur, María notaði ýsu

1-2 pakkar mjúkar taco kökur

Sriracha sósa

1 l af grænmetisolíu eða sólblómaolíu eða canolaolíu

Aðferð

Hrásalatið

Skerið kálið í mjóar lengjur og restina af grænmetinu mjög smátt og setjið saman í eina skál. Raspið lime börkinn út á og bætið við sykrinum og limesafanum, hrærið öllu vel saman.

Jalapenjó-avókadó majó

Merjið hvítlauk út í blandara og bætið restinni af innihaldi sósunnar út í. Blandið í blandara þar til verður að silkimjúkri kekkjalausri sósu.

Kryddhjúpur á fiskinn

Blandið öllum kryddunum saman í litla skál. Brjótið næst 2 egg á djúpan disk og bætið kryddunum út í og hrærið vel saman með gaffli eða písk þar til kryddið er vel blandað saman við eggin. Setjið svo hveiti á annan disk. Þerrið fiskinn á eldhúspappír svo mesti rakinn fari úr honum og skerið hann svo í litla ferninga á stærð við stóran tening. Hitið alla olíuna á pönnu og veltið fiskinum upp úr hveiti og hristið allt umfram hveiti af. Veltið svo beint upp úr egginu og setjið út í heita olíuna þar til bitarnir verða fallega gylltir. Setjið svo bitana á disk með eldhúspappír á til að umfram olía fari af. Svo er bara að setja salat á taco köku, fiskinn ofan á og sósurnar yfir og njóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum