Á Akranesi er Karen Jónsdóttir, ávallt kölluð Kaja, með Matarbúr Kaju og heildsöluna Kaja Organic, sem býður upp á lífrænt vottaðar matvörur eftir vigt og í smásölupakkningum. Þar er einnig kaffihúsið Café Kaja með lífrænt kaffi, te og hollar, lífrænar kræsingar, svo sem samlokur, bakkelsi og sæta bita úr besta hráefni sem völ er á.
Kaja trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði hún Kaja Organic, Matarbúr Kaju og Café Kaju sem hefur blómstrað á Skaganum undanfarin ár. Regla Kaju er einföld: Allar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki. Nú hefur Kaja bætt enn við matarflóruna nýja vöru sem á eftir trylla aðdáendur hennar. Hér er á ferðinni Mexíkó súpa Kaju sem er sú þriðja í súpu röðinni en fyrir eru kókos/karrí súpa og tómatsúpa. Mexíkó súpan er bragð og matar mikil súpa sem rífur aðeins í. Frábær sem grunnur eða ein og sér. Súpan er lífrænt vottuð, vegan og glútenlaus.
Hægt er að toppa súpuna með því sem hverjum og einum þykir best og er þetta hin fullkomna haust súpa sem ljúft er að yljar sér við á köldum dögum.