Nemakeppni Kornax í bakstri fór fram í gær með pomp og prakt. Keppnin fór fram í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi og voru úrslitin kunngerð í Sunnusal. Alls tóku sex nemendur þátt í keppnin, hver öðrum færari og léku listir sínar í bakstrinum.
Karen Guðmundsdóttir sá og sigraði Nemakeppnina með sínum glæsilegu sælkerakræsingum sem heilluðu dómnefndina upp úr skónum. Karen starfar hjá Gulla Arnari bakara í Hafnarfirði og gaman er að geta þess að Gulli Arnar sigraði tvisvar sinnum í röð Nemakeppnina meðan hann var í námi.
Sunneva Kristjánsdóttir var í þriðja sæti, Pálmi Hrafn Gunnarsson í öðru sæti og Karen Guðmundsdóttir í fyrsta sæti.
Í öðru sæti var Pálmi Hrafn Gunnarsson hjá Passion og í þriðja sæti var Sunneva Kristjánsdóttir hjá Sandholts bakarí. Keppnin var hnífjöfn og voru sælkerakræsingarnar hinar glæsilegustu hjá þátttakendum. Dómnefndin þurfti að vinna vandasamt starf. Framtíðin í íslenskri bakaraiðn er björt og við eigum svo sannarlega von á undursamlegum kræsingum úr bakaríum landsins á næstu árum.
Í dómnefnd Nemakeppninnar sátu:
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara
Elenora Rós Georgsdóttir bakari og samfélagsmiðlastjarna
Haukur Guðmundsson yfirbakari hjá IKEA
Keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:
Keppendur eiga að skila til dómara glæsilegri uppskriftamöppu og þar skal „þemað“ útskýrt til hlítar.
Hér má sjá verðlaunaborðið hennar Karenar og hluta af kræsingunum eftir nemendurnar sem tóku þátt sem blöstu við dómnefndinni sem og gestum.