fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Matur

Karen kom, sá og sigraði í Nemakeppni ársins í bakstri

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 14. október 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemakeppni Kornax í bakstri fór fram í gær með pomp og prakt. Keppnin fór fram í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi og voru úrslitin kunngerð í Sunnusal. Alls tóku sex nemendur þátt í keppnin, hver öðrum færari og léku listir sínar í bakstrinum.

Karen Guðmundsdóttir sá og sigraði Nemakeppnina með sínum glæsilegu sælkerakræsingum sem heilluðu dómnefndina upp úr skónum. Karen starfar hjá Gulla Arnari bakara í Hafnarfirði og gaman er að geta þess að Gulli Arnar sigraði tvisvar sinnum í röð Nemakeppnina meðan hann var í námi.

Sunneva Kristjánsdóttir var í þriðja sæti, Pálmi Hrafn Gunnarsson í öðru sæti og Karen Guðmundsdóttir í fyrsta sæti.

Í öðru sæti var Pálmi Hrafn Gunnarsson hjá Passion og í þriðja sæti var Sunneva Kristjánsdóttir hjá Sandholts bakarí. Keppnin var hnífjöfn og voru sælkerakræsingarnar hinar glæsilegustu hjá þátttakendum. Dómnefndin þurfti að vinna vandasamt starf. Framtíðin í íslenskri bakaraiðn er björt og við eigum svo sannarlega von á undursamlegum kræsingum úr bakaríum landsins á næstu árum.

Í dómnefnd Nemakeppninnar sátu:

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara

Elenora Rós Georgsdóttir bakari og samfélagsmiðlastjarna

Haukur Guðmundsson yfirbakari hjá IKEA

Keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:

  1. 2 stórar brauðtegundir 300 – 800 grömm (eftir bakstur), 5-6 stykki af tegundum. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
  2. 2 tegundir smábrauð 90-100 grömm eftir bakstur, samtals 60 stykki.
  3. 3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stykki. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kílói af deigi.
  4. Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120 cm. Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild
  5. Blautdeig: 2 kíló deig. 2 tegundir. Frjálst ( muna þema)
  6. Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum. Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.
  7. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín. Stærð u.þ.b. 120 x 160 cm. með hvítum síðum dúkum. Keppendum er frjálst að koma með og nota sína eigin dúka en aðrir fylgihlutir á eða í tengslum við borðið, eru ekki leyfðir.

Keppendur eiga að skila til dómara glæsilegri uppskriftamöppu og þar skal „þemað“ útskýrt til hlítar.

Hér má sjá verðlaunaborðið hennar Karenar og hluta af kræsingunum eftir nemendurnar sem tóku þátt sem blöstu við dómnefndinni sem og gestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn