Kókoskúlur eru eitt það einfaldasta sem hægt er að útbúa en um leið eitt það allra besta. Það er ekki margt betra en ísköld kókoskúla beint úr kælinum. Hér er á ferðinni uppskrift úr bókinni Börnin baka eftir Elínu Heiðu, dóttur Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar.
Kókoskúlur
200 g smjör við stofuhita
80 g sykur
60 g púðursykur
2 tsk. vanilludropar
30 g bökunarkakó
240 g Til hamingju tröllahafrar
3 msk. vatn
150 g Til hamingju kókosmjöl eða kókosmjöl að eigin vali (til að velta upp úr)
Setjið öll hráefnin nema kókosmjöl í skál og hnoðið saman í höndunum. Rúllið í litlar kúlur sem eru svipaðar á stærð og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið í að minnsta kosti klukkustund. Ljúft er að njóta þessara.