Staðreyndin er sú að í hvert sinn sem við skerum í plastbretti losna plastagnir og margar þeirra enda í maganum á okkur. Bakteríur safnast fyrir í skurðarfarið í plastbrettunum en hins vegar ef við notum viðarbretti sem er miklu betri kostur sér viðurinn nánast um það sjálfur að hreinsa sig. Viðarskurðarbretti eru umhverfisvænni og betri kostur en plastið. Tannínið í viðnum er heilbrigt og náttúrulegt efni fyrir okkur fólkið en steindrepur hins vegar bakteríur sem er góður kostur. Við skurð á viðarbretti losnar um örlítið tannín sem er í góðu lagi. Viðarbretti er því mun betri og heilbrigðari kostur heldur en plastbretti.