Hægt er að fá soðið egg með mismunandi áferð og mýkt, linsoðið, harðsoðið og allt þar á milli, eftir suðutímanum og sitt sýnist hverjum um hið fullkomna soðna egg enda smekkur manna misjafn. Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru deilir hér með okkur á bloggsíðu sinni Albert eldar hvernig egg líta út eftir suðu eftir mislangan tíma. Þannig og hver og einn getur farið eftir suðutímann til að sjóða sitt fullkomna egg.
Á myndinni sést vel hvernig eggin verða eftir 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 mínútur. Veldu tímann á suðunni eftir því hvernig þú vilt fá eggið þitt. Eftir suðu er gott að kæla eggin strax með því að láta renna á þau kalt vatn.