fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Klassískt sesarsalat sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 12:49

Hildur Rut matarbloggari á TRENDNET á heiðurinn á þessu klassíska sesarsalati sem á eftir að slá í gegn. MYNDIR/HILDUR RUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir elska gott salat og eitt það salat sem nýtur mikillar hylli matgæðinga er sesarsalat, það er hið klassíska salat sem auðvelt er að gera að sínu. Fimmtudagur eru góðir dagar til að fá sér matarmikið og gott salat fyrir helgina. Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati sem Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari hjá TRENDNET útbjó. Uppskriftin er einföld og auðvitað má leika sér með hráefni í salatið og bæti við einhverju sem þið elskið að hafa í salatinu ykkar. Til að mynda getur verið gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó. Öll hráefnin vinna svo vel saman, krönsí, bragðgott og löðrandi í parmesan osti. Svo getur hver og einn valið drykk með sem honum þykir bestur.

Klassísk sesarsalat

Fyrir fjóra

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

½ dl Caj P grillolía með hvítlauk

Salt & pipar eftir smekk

Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)

1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Heimatilbúnir brauðteningar

4-5 súrdeigsbrauðsneiðar

½ tsk. oreganó

½ tsk. hvítlauksduft

¼ tsk. salt

¼ tsk. pipar

¼ tsk. laukduft

1 tsk. fersk steinselja, söxuð

½ dl ólífuolía

2-3 msk. parmesan

Sósa

(Mælum með að gera tvöfaldan skammt).

2 dl Heinz majónes

1 tsk. hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)

½ tsk. laukduft

¼ tsk. salt

¼ tsk. pipar

2 msk. safi úr sítrónu

1 tsk. dijon sinnep

½ tsk. Heinz Worcestershire sósa

1 msk. vatn

1 dl parmesan ostur

Byrjið á því að hreinsa kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar. Bakið kjúklinginn í ofni við 190°C hita í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann. Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að græja brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga. Blandið brauðteningum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan osti. Dreifið teningunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° hita eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið það. Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna. Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Því næst skerið kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram