fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Suðrænir kokkanemar sýndu listir sínar í Salt Eldhúsi

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 12. september 2022 14:43

Saltfiskurinn var í forgrunni hjá suðrænum kokkanemu sem léku listir sínar í Salt Eldhúsi á dögunum. LJÓSMYNDIR/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hafa matreiðslunemar í Suður Evrópu keppt í eldamennsku á íslenskum saltfiski undir merkjum Bacalao de Islandia, markaðsverkefni á vegum Íslandsstofu.

Þessar keppnir hafa farið fram á Spáni, Portúgal og Ítalíu, þar sem íslenski saltfiskurinn þykir herramannsmatur, en þar byggja margar þekktustu sælkerauppskriftirnar á saltfiski. Á fimmtudaginn síðastliðinn var svo komið að því að leyfa Íslendingum að njóta, þegar nemarnir komu saman og endursköpuðu réttina fyrir gesti í Salt Eldhúsi. Á meðal þeirra sem fengu að njóta voru frú Eliza Reid og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Mikið var um dýrðir í matargerðinni og slógu saltfiskréttirnir í gegn.

Keppnin ber heitið Concursode Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia. Er hún byggð upp ekki ólíkt Masterchef sjónvarpskeppnunum sem margir kannast við. Þetta er annað árið sem hún fer fram í fyrrnefndum þremur löndum og er hún óðum að festa sig í sessi meðal matreiðslunema. Markmiðið er að ná til þess mikilvæga hóps. Það var sérstakt ánægjuefni að þetta árið var meirihluti þátttakenda stúlkur og tvær efnilegar matreiðslukonur voru í hópi sigurvegara, þær Sónia de Sá frá Viana do Castelo í Portúgal og Alba González frá Málaga á Spáni, auk Diego de Leiva frá Sorento á Ítalíu.

Íslenska Kokkalandsliðið hefur um árabil verið samstarfsaðili Íslandsstofu, um sáu meðlimir þess um móttökuveitingar og vínpörun. Að móttöku lokinni komu nemarnir hver af öðrum og kynntu rétti sína og var Vilhelm Neto í hlutverki kynnis veislunni, enda annálaður aðdáandi saltfiskmatargerðar.

Þessi hópur hélt svo áfram ferð sinni um landið um helgina og heimsótti meðal annars Reykjanes, þar sem sumir stærstu framleiðendur saltfisks í Íslandi eru staðsettir. Með í för eru blaðamenn frá ABC dagblaðinu á Spáni og Food & Travel í Portúgal og munu þessir miðlar gera ferðinni til Íslands og matreiðslukeppninni skil á næstu dögum. Næstu CECBI keppnir fara fram í febrúar-apríl 2023 á Spáni, Ítalíu og Portúgal.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá kvöldinu í Salt Eldhúsi þar sem suðrænu kokkanemarnir léku listir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn