Tónlistarfólk úr Eyjum spilar láta tóna sín hljóma og boðið verður upp á kynningar og smakk á matvælum úr Eyjum frá Grími kokki, VSV, Ísfélagi Vestmannaeyja og Brothers Brewery. Frumsýning og kynning á nýjum bjór frá Brothers Brewery ,,Okkar eigin hvönn”. Ölgerðin býður einnig upp á léttar veitingar.
Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri opnar hátíðina.
Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar
Hagur samfélagsins við lengra ferðaþjónustutímabil
Hugmyndafræði matarhátíðarinnar og hráefnið.
Kynning matreiðslumeistaranna
Kynning á gestakokkum og réttum hátíðarinnar.
Listasýningin ,,Konur í sjávarútvegi” opnuð.
Gíslína Dögg Bjarkadóttir
Öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður núna næstu daga 8., 9. og 10. september 2022. Á hátíðinni verða í boði fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Leo Seafood, Grími kokki, Marhólmum, Aldingróðri, Iðunni Seafood ásamt Bergi-Hugin.
Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Tanganum, Kránni, Næs og Gott verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á nýjan bjór, Okkar eigin hvönn, í tilefni hátíðarinnar. Það má með sanni segja að annað eins hafi ekki sést og matargestir eiga von dýrðlegum kræsingum úr nærumhverfinu.
Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleifðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.
Þá verður einnig boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni s.s. leiðsögn um Skipalyftuna, leiðsögn á Sjóminjasafni Þórðar Rafns, listsýning í Safnahúsinu, leiðsögn um Aldingróður, Brothers Brewery o.fl.
Fyrirtæki í sjávarútveginum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja og enn er hægt að bóka borð og fá nánari upplýsingar á matey.is/
Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér.