fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Matur

Dýrðleg mat­ar­hátíð framundan í Vestmannaeyjum þar sem sjávarfangið verður í forgrunni

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 13. ágúst 2022 18:48

Matgæðingar geta nú látið sig hlakka til því framundan er einstök matarhátíð í Vestmannaeyjum. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins fram kemur á vef Fréttablaðsins voru þær fréttir berast frá Vestmannaeyjum að hald­in verður dýrðleg mat­ar­hátíð dagana 8.-10. sept­em­ber næst­kom­andi. Hátíðin hef­ur hlotið nafnið MAT­EY en þar munu veit­ingastaðir, fisk­fram­leiðend­ur og þjón­ustuaðilar í sjáv­ar­sam­fé­lag­inu taka hönd­um sam­an til að leiða sam­an úr­vals hrá­efni og framúrsk­ar­andi matreiðslu.

Veit­ingastaðir bæj­ar­ins verða þar í aðalhlut­verki en Vest­manna­eyj­ar voru til­nefnd­ar til nor­rænu mat­ar­veðlaun­anna Emblu árið 2021 sem besti mataráfangastaður­inn á Norður­lönd­un­um. Fjöl­breytt flóra veit­ingastaða og gæði veit­ingastaðanna spiluðu þar lyk­il­hlut­verk en veit­inga­sen­an þar er framúrskarandi og hefur vakið athygli víða.

Veit­ingastaðirn­ir GOTT, Slipp­ur­inn, Einsi kaldi og Næs munu af þessu til­efni bjóða upp á mar­grétta sér­seðla sem sem út­færðir verða af nokkr­um af bestu mat­reiðslu­mönn­um Norður­landa sem munu mæta sem gesta­kokk­ar á hátíðina. Að auki verður boðið upp á sérrétti á Tang­an­um, Kránni, Píst­us­gerðinni, Cant­on og Brot­h­ers.

Fyr­ir­tæki á svæðinu munu taka virk­an þátt í hátíðinni á borð við Ísfé­lagið, VSV, Leo Sea­food, Grím kokk, Mar­hólmi og Iðunn Sea­food.

Hér er á ferðinni matarhátíð sem enginn matgæðingur ætti að láta framhjá sér fara því það er deginum ljósara að þarna verður sælkeramatur í boðið úr besta hráefninu sem völ á þessum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram