fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Matur

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2022 11:47

Þessi dásamlegi bleiki kokteill er tilvalinn fyrir laugardagsgleðina. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur einn fullkominn bleikur kokteill fyrir laugardagsgleðina sem steinliggur. Ekki skemmir fyrir að hafa hann bleikan og gleðja bæði augu og bragðlauka á skemmtilegan hátt. Berglind okkar Hreiðars einn vinsælasti matar-og kökubloggari landsins hjá Gotterí og gersemar er með puttann á púlsinum þegar kemur að drykkjarföngum í partýið líkt og partýréttunum. „Ég er auðvitað soddan sælkeri að ég mátti til með að sæta þennan drykk aðeins upp með því að setja sykur á barminn á glasinu en að sjálfsögðu megið þið sleppa því ef þið viljið bara hinn hefðbundna Cosmopolitan drykk,“segir Berglind og nýtur þess að útbúa litríka og skemmtilega drykki þegar tilefni er til.

Þennan drykk er fallegast að bera fram í hanastéls glasi.

Cosmopolitan

Fyrir eitt glas

30 ml Cointreu
30 ml Russian Standard Vodka
20 ml trönuberjasafi
Safi úr ¼ lime
Klakar

Setjið allt saman í hristara og hristið vel saman. Sigtið/takið klakana frá og hellið í glas. Fallegt er að skreyta glasið með lime berki og með því að dýfa barminum í smá lime safa og síðan í sykur. Drykkurinn er alls ekki sætur sjálfur svo þetta er leið til þess að gera hann örlítið sætari. Svo bara að njóta og fá sér létt snarl með eftir smekk hvers og eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík