fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Skúbb og Friðheimar í samstarf – bjóða upp á ævintýralega sorbet ísrétta upplifun

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 22. júlí 2022 17:48

Einn af ísréttunum glæsilegu. Sorbet ísarnir sem í boði eru nú þegar eru með gúrku, myntu og lime bragði. Rauðir tómatar og basil. Maríneraðir grænir tómatar og rósmarín. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír nýir og frumlegir sorbet ísar hafa litið dagsins ljós í skemmtilegu samstarfi milli Friðheima og Skúbb ísgerðar.

Hugmyndin var að búa til framúrskarandi ís úr mörgum af þeim hráefnum sem Friðheimar rækta að sögn Einars Þórs Ingólfssonar matreiðslumeistara Skúbb á vef Fréttablaðsins í dag. Eftir heimsókn Einars í Friðheima fóru hjólin að snúast. ,,Það mætti segja að eitt skemmtilegasta samstarfsverkefni sem Skúbb Ísgerð hefur tekið þátt í hafi byrjað þarna. Hjónin í Friðheimum, Knútur og Helena, rækta ekki einungis tómata, heldur einnig ýmislegt annað, eins og gúrkur, paprikur, kryddjurtir og salat, sem eru mikill fjársjóður fyrir matarunnendur. Þeirra vörur eru ræktaðar á umhverfisvænan hátt, án allra varnarefna og við bestu mögulegu skilyrði,“ segir Einar.

Einar Þór Ingólfsson, matreiðslumeistari Skúbb er ánægður með samstarfið við Friðheima og hlakkar til framtíðarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skúbb býr til handgerðan ís frá grunni og notar aðeins lífræna mjólk frá Biobú. Lífræn hráefni við gerð íssins gerir bragðið ósvikið og ferskt.

„Þegar maður hefur aðgang að eins miklu úrvali af matvælum í þessum gæðaflokki, fara öll skynfæri á flug. Það er mjög skemmtilegt að þróa vöru svona, eiginlega í beinni. Svo er farið aftur í ísgerðina og leikið sér við að fullklára uppskrift að nýjum ístegundum með nýju hráefnunum,“ segir Einar.

Afrakstur samstarfsins, eins og áður kom fram, eru þrír sorbet ísar. Þetta eru gúrku, myntu og lime ísar. Rauðir tómatar og basil. Maríneraðir grænir tómatar og rósmarín. Sorbet ísarnir verða eingöngu fáanlegir í Friðheimum, á eftirréttamatseðli og einnig í vinsælum drykk „Mary Poppins”. Upplifunin í Friðheimum er einstök, þegar fólk finnur ilminn af plöntunum í kring á veitingastaðnum á sama tíma og notið er bragðsins af ísnum.

Sverrir Örn Gunnarsson einn eigenda Skúbb, Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann eigendur Friðheima með drykkinn vinsæla Mary Poppins með skúbb af nýja Friðheima sorbetnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu