fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Alvöru wasabi smjör sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 15:56

Ekta wasabi smjör sem enginn stenst. Í smjörið er notað ekta íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði, í Fellabæ, af Nordic Wasabi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvöru sælkerar elska að njóta matar með íslensku smjöri sem bragð er af. En betra ef smjör er bragðbætt með sælkera kræsingum sem toppa máltíðina. Hér erum við komin með uppskrift af ekta wasabi smjöri sem enginn stenst. Í smjörið er notað ekta íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði, í Fellabæ, af Nordic Wasabi. Hægt er að fræðast frekar um íslenska wasabi-ið á heimasíðu Nordic Wasabi

Alls ekki fyrir löngu var allt wasabi á Íslandi blanda af piparrót, sinnepi og matarlit. Nú er wasabi ræktað á Íslandi en alvöru wasabi kemur beint úr stilk wasabi plöntunnar og er ferskt grænmeti, ekkert er tekið í burtu og engu er bætt við.

Ekta wasabi smjör

350 g smjör (helst íslenskt)

1 msk. ólífuolía

1 msk. hunang

Safi úr hálfri límónu

Nýrifið ferskt Nordic Wasabi (gott að eiga eina rót í ísskápnum og hún dugar vel í nokkrar rétti)

¼ tsk. Kúmin

Salt & pipar eftir smekk

Smjörið þarf að vera mjúkt, best að geyma það við stofuhita í nokkra klukkutíma til að mýkja það. Smjör, ólífuolía, hunang og límónusafi sett í skál og blandað saman. Nordic Wasabi rifið á sér til gerðu rifjárni og sett út í blönduna eftir smekk ásamt ¼ teskeið af kúmin. Piprið með salt og pipar eftir smekk. Notist á sama hátt og kryddsmjör, er í raun gott með öllu. Ljúffengt með grilluðum steikum, fiski, ofan á nýbakað súrdeigsbrauð eða hvaðeina sem freistar bragðlaukana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum