fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 29. júní 2022 21:01

Hér má sjá kræsingarnar hennar Kristínar sem hún bjó til úr rabarbaranum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rabarbarinn byrjaður að spretta upp víðast hvar þá er lag að nýta hann í sælkerauppskriftir og njóta. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og eldhúsdrottningin okkar með meiru kann svo sannarlega til verka þegar töfra á kræsingar úr rabarbaranum. Kristín er mikill matgæðingur, bæði listakokkur og bakari. Á sínum tíma ljóstraði hún upp þessum dýrindis uppskriftum á matarvef þáttarins Matur og Heimili á Hringbraut sem ávallt er jafngóðar og gildar og standa tímans tönn.

Hér má sjá uppskriftirnar hennar Kristínar en Kristín leggur áherslu á að muna þarf að sjóða allar krukkur og lok í að minnsta kosti 10 mínútur og láta kólna áður en þær eru notaðar.

 

Rabarbarasýróp

Kristín notar það til dæmis út á jógúrt, ab-mjólk og grauta, í drykki og út á ís.

5 bollar niðurskorinn rabarbari

1 bolli vatn

1 bolli sykur

Soðið saman í smá stund og látið renna í gegnum fínt sigti eða klút. Sett í hreinar krukkur og geymt í kæli.

 

Rabarbari í pækli

Kristín notar hann í salat og sem meðlæti.

Niðurskorinn rabarbari

2-3 bollar vatn

1 msk. salt

2 msk. agavesýróp

½  bolli eplaedik.

Öllu blandað saman í skál og látið standa í u. þ. b. klukkustund. Rabarbaranum er síðan þjappað þétt í hreina krukku og pæklinum hellt yfir. Lokið krukkunni og látið standa á borði í 5-7 daga en svo í kæli.

 

Rabarbarakaka

3 bollar niðurskorinn rabarbari

malaður engifer

4 msk. hunang

1 bolli haframjöl

1 bolli hveiti, spelt eða annað mjöl

1-2 msk.

3 msk. kanill

kókosolía eða smjör

Rabarbarinn látinn malla smá stund í potti með möluðum engifer og hunangi. Blandan sett í ofnfast mót. Deigið er hnoðað gróflega saman og því svo dreift dreift yfir. Bakað við 190 gráður þar til liturinn er fallegur, í um það bil 25-30 mín. Ís eða rjómi er ómissandi með.

 

Rabarbara- og jarðarberjasulta

3 bollar niðurskorinn rabarbari

1 ½ bolli jarðarber skorin í helminga

1 bolli sykur

1 msk. ferskur sítrónusafi

Setjið allt saman í pott og sjóðið á meðalhita. Hrærið reglulega í þar til rabarbarinn hefur losnað í sundur og blandan hefur þykknað. Kælið og setjið í hreinar krukkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna