fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Matur

Dýrðlegt humarsalat sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 28. júní 2022 10:02

Humasalat með sumarlegu ívafi sem allir sælkerar eiga eftir að elska. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri sem þið eigið eftir að elska. Berglind Hreiðars okkar sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessu sumarlega salat.

„Við grilluðum þetta salat í hádeginu einn daginn og það kláraðist upp til agna og við munum klárlega útbúa það aftur á næstunni,“ segir Berglind og bætir við að fátt toppi það að fá humar á góðum sumardegi.

Humarsalat

Fyrir 4-5

Grillaður humar

Um 660 g skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 pk)

1/3 sítróna (safinn)

2 msk. ólífuolía

2 hvítlauksrif (rifin)

½ tsk. salt

½ tsk. hvítlauksduft

¼ tsk. pipar

Skolið og þerrið humarinn vel. Blandið öllu öðru saman í skál og leyfið humrinum síðan að marínerast í leginum í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt. Raðið humri þétt upp á grillspjót og grillið á heitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til humarinn er eldaður í gegn. Gott er að spreyja PAM matarolíuspreyi á grindina áður en þið leggið humarspjótin niður. Raðið humarspjótunum ofan á salatið og njótið með ísköldu hvítvíni. Einnig mætti rista hvítlauksbrauð með þessum rétti.

Salat og dressing

1 poki klettasalat

½ þroskað mangó

6 stk. jarðarber

Fetaostur eftir smekk

Ristaðar furuhnetur eftir smekk

Heinz hvítlausdressing á flösku

Skerið niður mangó og jarðarber. Raðið öllu saman í skál og leggið humarspjótin yfir. Sprautið hvítlauksdressingu yfir allt.

Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík