fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 9. júní 2022 16:15

Gabríel er hrifinn af sjávarfangi og býður hér upp á girnilegt tígrísrækjusalat með sumarlegu ívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Kristinn Bjarnason, 22 ára matreiðslumaður, veit fátt skemmtilegra en að grilla og elskar að prófa sig áfram með alls konar rétti á grillinu. Nú þegar sumarið er komið er Gabríel duglegur að grilla og finnst ávallt jafn gaman að gleðja vini sína og fjölskyldu með sælkerakræsingum. „Þegar ég er að grilla á sumrin finnst mér ómissandi að hafa íslenskt smjör með, því það er gott með öllu, kjöti og grænmeti og hægt er að nota það á marga vegu. Svo er það líka bara svo gott.“

Á dögunum í Grillblaðið Fréttablaðsins bauð Gabríel upp á syndsamlega ljúffengt tígrisrækjusalat sem steinliggur þegar grilla á sælkerarétti.

Tígrisrækjusalat

1 poki tígrisrækjur, frosnar, afþíðið

Marínering fyrir tígrisrækjurnar

300 g olía

50 g srirachasósa

200 g milt chillipaste

30 g túrmerik

50 g reykt paprikuduft

20 g salt

10 g svartur pipar

30 g hvítlauksduft

1 box blandað salat frá Lambhaga

Blandið öllu saman og marínerið rækjurnar. Leyfið rækjunum að liggja í maríneringunni í sólarhring inni í kæli. Fyrir grillunina þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið. Það tekur örskamma stund að grilla þær.

 

Svo er hægt að toppa réttinn með því sem ykkur þykir girnilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum