fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Helgarmatseðillinn býður upp á fisléttar og ljúffengar sælkerakræsingar

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 3. júní 2022 16:00

Helgarmatseðillinn er í boði þáttarins Matur og Heimili að þessu sinni og er með sumarlegu ívafi. MYND/SIGTRYGGUR ARI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarmatseðillinn að þessu sinni er í boði þáttarins Matur og heimili á Hringbraut en allar uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að þær hafa verið gerðar í þættinum og/eða birst á síðu þáttarins og notið mikilla vinsælda. Hér má sjá síðu þáttarins Matur og heimili.

Sumarið er komið og þá er upplagt grilla nokkur kvöld og njóta ljúffengra sælkerakræsingar sem boða sumar og sól. Gaman er að vera með sjávarfang, létta rétti og toppa svo vikuna með því setja eitthvað spennandi á grillið. Til að mynda mælum við með syndsamlega góðu grilluðu tígrisrækjusalati og ekta írönsku kebab og fiski-taco sem lætur engan ósnortinn.

Flest okkur þekkjum við það vel að vera stundum í tímaskorti þegar kemur að eldamennskunni og samt langar okkur í eitthvað ómótstæðilega gott sem kitlar bragðlaukana. En hér bjóðum við líka upp á nokkrar rétti sem eiga tekur örskammastund að töfra fram.

Á föstudagskvöldi mælum við með tígrisrækjusalatinu sem er lauflétt og bragðgott og tekur örskamma stund að framreiða þegar búið er að marínera rækjurnar.

Föstudagur – Aðalréttur

https://www.frettabladid.is/lifid/kolagrill-gefur-karakter-i-grillmatinn/

 

Tígrisrækjusalat

1 poki tígrisrækjur, frosnar, afþíðið

Marínering fyrir tígrisrækjurnar

300 g olía

50 g srirachasósa

200 g milt chillipaste

30 g túrmerik

50 g reykt paprikuduft

20 g salt

10 g svartur pipar

30 g hvítlauksduft

1 box blandað salat frá Lambhaga

Blandið öllu saman og marínerið rækjurnar. Leyfið rækjunum að liggja í maríneringunni í sólarhring inni í kæli. Fyrir grillunina þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið. Það tekur örskamma stund að grilla þær.

Á laugardagskvöldi mælum við með þessum dásamlegu írönsku réttum sem gaman er að flétta saman og bera síðan fram með góðum grjónum, kaldri jógúrtsósu og hummus og toppa með flatbrauði.

Laugardagur – Aðalréttur

https://www.frettabladid.is/frettir/matarastin-tengdi-fjolskyldurnar-saman/

Kjúklinga kebab

50 g smjör

2 stórir laukar

1 stk. heill kjúklingur

2 msk. hrein jógúrt

4 msk. ólífuolía

Salt og pipar eftir smekk

Saffran eftir smekk og leyst upp í vatni

Skerið laukinn í smáa bita. Skerið kjúklinginn niður í bita á disk með lauknum. Bætið ólífuolíu, saffran blöndunni, salti og pipar saman og þekið kjúklinginn með blöndunni. Hyljið vel og setjið í kæli í fjórar klukkustundir. Þræðið kjúklingabitana á spjót og gætið að því að sömu kjötbitar svo sem bringa fari á sama spjót, gætið einnig að því að laukurinn sé ekki á kjúklingnum því hann brennur auðveldlega. Setjið laukinn á annað spjót. Grillið við jafnan hita á kolagrilli.

Á meðan er smjörið brætt með saffran, þegar um tvær mínútur eru eftir af eldun skal smyrja kjúklinginn með þessari blöndu. Það kemur í veg fyrir að kjúklingurinn verði of þurr og gefur honum fallegan lit.

Koobideh kebab

500 g laukur

500 g nautahakk

500 g lambahakk

4 tómatar

1 tsk. saffran krydd

Salt og pipar eftir smekk

Byrjið á því að saxa laukinn afar smátt jafnvel í matvinnsluvél, skiljið laukvatn frá og takið til hliðar. Saxið hakkið enn smærra ef hægt er. Setjið kryddið út í kjötblönduna ásamt lauknum. Hnoðið allt saman, notið vatn svo kjötblandan festist ekki við hendurnar. Leggið yfir plastfilmu og geymið í ísskáp í tvær klukkustundir. Hnoðið aftur og bætið við laukvatninu. Bleytið hendur með laukvatni og búið til lengjur á grillspjót, og hafði smá holóttar fyrir betri eldun. Grillið á kolagrilli, einnig tómatana. Berið kebabið fram með flatbrauði og/eða hrísgrjónum.

Barberry pilaf kjúklingur

4 bollar hrísgrjón

1 laukur

2 hvítlaukslauf

25 g smjör

4 bitar af kjúklingi

1 tsk. sítrónusafi

Salt, pipar, túrmerik, kanill og karrí eftir smekk

2 tsk. tómatpaste

Ein únsa sykur

Saffran krydd

Byrjið á því að hita pönnu á lágum hita og bætið við ólífuolíu, bætið síðan við kjúklingabitunum. Hitið kjúklinginn við lágan hita á pönnu, hækkið svo hitann setjið lok á. Hitið í fimm mínútur og athugið hvort kjúklingurinn sé fulleldaður, snúið við og lokið aftur í fimm mínútur. Saxið lauk og hvítlauk og steikið með kjúklingnum. Bætið síðan við öðrum hráefnum á pönnuna ásamt 2-3 glösum af vatni. Lokið og látið malla á lágum hita í um það bil 2 klukkustundir, bætið við olíu við eftir þörfum. Bætið við saffran sem leyst hefur verið upp í vatni.

Sunnudagarnir mega vera slökunardaga og ljúft að fá sér létt sjávarfang sem gleður bæði líkama og sál. Við mælum því með þessu dásamlega Fiski-taco úr smiðju Elísu Viðars.

Sunnudagur – Aðalréttur

https://www.frettabladid.is/lifid/hollt-og-gott-fiski-taco-a-htti-elisu/

Fiski-taco að hætti Elísu

450 g þorskhnakkar

4 msk. ólífuolía

½ sítróna eða lime (safi)

½ poki taco-kryddblanda

Blandið saman olíu, sítrónu eða lime og taco-kryddi í eldfast mót eða skál. Þerrið þorskhnakkana vel og skerið í litla bita. Leggið bitana í eldfasta mótið og makið kryddleginum á bitana. Fiskinn má elda í ofni við 180°C í 10-12 mínútur eða skella á álbakka og út á grill í 8-10 mínútur. Varist að ofelda fiskinn.

Mangósalsa

½ mangó

⅓ agúrka

⅓ paprika

1 meðalstór tómatur eða nokkrir litlir kirsuberjatómatar

½ lime (safi)

Skerið mangó, agúrku, papriku og tómatana í litla teninga og kreistið lime-safa yfir.

Maísmauk

1 dós maís

2 msk. smjör

Smá salt

Sigtið vatnið af maísnum, hitið maís, smjör og salt í örbylgju eða potti og maukið með töfrasprota.

Avókadósósa

1 dós sýrður rjómi (má vera 50/50 sýrður rjómi og majónes)

½ avókadó

Lime eða sítróna

Salt og pipar eftir smekk

Öll hráefnin sett saman og maukað með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Raðið saman fiskinum, mangósalsa, maísmauki og avókadósósu á tortilla-kökur eða taco-skeljar sem eru hitaðar örstutt í ofni eða á grilli áður en hráefnið er sett á þær.

 

Annan í hvítasunnu er dagur sem upplagt er bjóða heim í léttar kaffiveitingar eða fara í bíltúr og taka með sér smá pikknikk. Hér eru á ferðinni ómótstæðilega góð smjördeigshorn og ostastangir gaman er að bjóða upp á eða taka með í bíltúrinn.

Með kaffinu 

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/unadslega-god-smjordeigshorn-og-ostastangir-sem-allir-umla-yfir/

Míní smjördeigshorn með Fjallkonumær pestó

1 pakki frosið smjördeig

1 dós af Fjallkonu-pestó frá pesto.is

Rifinn mozzarella ostur

Mini smjördeigshorn með Fjallkonumær pestó

Afþíðið smjördeigið en það tekur um 30 mínútur ef þið takið það úr pakkanum og takið plöturnar í sundur. Fletjið ferningin svo aðeins út með kökukefli en ekki samt of þunnt.

Skerið svo í þríhyrninga eins og gert er þegar gerð eru skinkuhorn (getið séð hér hvernig).

Setjið svo eins og 1/2-1 tsk. af Fjallkonumær pestó á endann og smá rifinn ost ofan á.

Rúllið því svo upp í horn og gott er að klípa endana saman svo það leki ekkert úr þeim.

Bakist í 15-20 mín við 200 C°hita (blástur) eða 210 C°ef þið eruð ekki með blástursofn.

Leyfið þeim svo að kólna eins og í um 30 mínútur.

 

Parmesan brauðostastangir

1/2-1 pakki af frosnu smjördeigi

Rifinn parmesan ostur

Parmesan brauðostastangir

Takið eina plötu af afþýddu smjördeigi og skerið hana langsum í eins og 1-2 cm lengjur, endurtakið svo við hverja plötu. Snúið svo upp á lengjuna með því að snúa sitthvorn endanum í sitthvora áttina þar til er svona eins og rúllað upp á hana. Raðið þeim á bökunarplötu og spreyið svo með vatni og dreifið rifnum parmesan osti strax yfir. Gott er svo að rúlla þeim upp úr ostinum sem fór niður með hliðunum á plötuna. Stingið inn í 200 C° heitan blásturs ofn eða 210 C° án blásturs í um 15-20 mínútur. Látið svo kólna í eins og 20 mínútur og berið fram með Fjallkonumær pesto eða pesto.is hummus til að dýfa í.

 

Að lokum er það syndsamlega ljúffengur eftirréttur sem hægt er að bjóða upp á alla daga, bara þegar ykkur langar í pavlovu með löðrandi karamellu sem kætir bragðlaukana.

Eftirréttur

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/karamelludraumur-sem-gledur-auga-og-munn/

Karamelludraumur

16-18 stykki eftir stærð

Marengs

4 eggjahvítur

270 g púðursykur

Hitið ofninn í 110°C.

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða. Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli. Þegar marengsinn er stífþeyttur má færa hann yfir í sprautupoka/zip-lock poka og sprauta litlar bústnar marengskökur á bökunarplötu íklædda bökunarpappír. Takið því næst skeið og mokið aðeins upp úr miðjunni á hverri köku með bakhliðinni á skeiðinni til að búa til pláss fyrir rjómann. Bakið í 70 mínútur og leyfið að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en þið takið út.

Fylling

600 ml rjómi

150 g Dumle súkkulaðistykki ( 1 ½ 100 g plata)

Þeytið rjómann og saxið súkkulaðið niður. Vefjið súkkulaðinu varlega saman við þeyttan rjómann með sleif og setjið síðan rjómablöndu á hverja marengsköku.

Skraut

50 g dökkt súkkulaði

50 ml rjómi

100 g saxað Dumle súkkulaðistykki

Fersk blóm (má sleppa)

Saxið súkkulaðið smátt og hitið rjómann að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og pískið saman þar til slétt súkkulaðisósa myndast. Dreifið súkkulaðisósu yfir rjómann og að lokum söxuðu Dumle súkkulaði og blómum sé þess óskað. Berið fram á fallegum kökudisk eftir ykkar smekk.

Njótið vel og góða hvítasunnuhelgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum