fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Frumkvöðlar í matvælaiðnaði fengu nýsköpunarstyrk Uppsprettunnar 2022

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 24. maí 2022 22:53

Glæsilegur hópur stendur að baki þessa tólf sprotafyrirtækja sem hlutu nýsköpunarstyrkinn í ár. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals tólf sprota­fyr­ir­tæki hlautu ný­sköp­un­ar­styrk Upp­sprett­unn­ar til að vinna að ný­sköp­un­ar­verk­efn­um í mat­vælaiðnaði.

Upp­sprett­an, sem er ný­sköp­un­ar­sjóður Haga, er ætlaður er til stuðnings við frum­kvöðla til þró­un­ar og ný­sköp­un­ar í ís­lenskri mat­væla­fram­leiðslu. Sjóður­inn legg­ur sér­staka áherslu á að verk­efn­in, sem hljóta styrk­veit­ingu, taki til­lit til sjálf­bærni og styðji inn­lenda fram­leiðslu.

Alls bár­ust tug­ir um­sókna um styrk í sjóðinn. Mats­nefnd valdi 12 verk­efni til styrk­veit­ing­ar, að heild­ar­verðmæti 16 millj­ón króna. Styrk­irn­ir voru kynnt­ir á sér­stök­um viðburði á loka­degi Ný­sköp­un­ar­vik­unn­ar.


Finnur Oddsson forstjóri Haga segir mikinn kraft í íslenskri nýsköpun í matvælaiðnaði. MYNDIR/AÐSENDAR.

 

 

 

 

 

 

„Það er mik­ill kraft­ur í ís­lenskri ný­sköp­un í mat­vælaiðnaði og vilj­um við hjá Hög­um leggja okk­ar af mörk­um við að virkja þenn­an kraft og auka inn­lenda fram­leiðslu. Ný­sköp­un­ar­sjóður­inn Upp­sprett­an er liður í því og er nafn sjóðsins tákn­rænt fyr­ir hlut­verk hans.  Að styðja við góðar hug­mynd­ir, vökva þær til vaxt­ar og tryggja það að sprot­inn geti vaxið og dafnað til framtíðar,” seg­ir Finn­ur Odds­son, for­stjóri Haga.

Sesselja Birgisdóttir, forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum, fór yfir hverjir höfðu verið valdir styrkhafar Uppsprettunnar 2022.

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá yfirlit yfir þau sprotafyrirtæki sem hlutu nýsköpunarstyrkinn í ár:

Hops er ný gerð áfengislausra drykkja sem framleiddir verða á Íslandi. Drykkirnir eru bruggaðir eftir nýstárlegum aðferðum sem þróuð hefur verið með Álfi Brugghúsi. Hops er án aukaefna, sykurlaus og áfengislaus.

Smjer er allt sem þú þarft í einu smjörstykki til þess að gera dýrindis sósu á örskammri stundu. Fyrsta vara Smjer er bearnaise og ættu allir landsmenn að geta eldað ljúffenga bearnaise með steikinni í sumar.

Baða framleiðir íslenskar sápur úr íslenskum hráefnum. Baða hefur fengið styrk til framleiðslu og þróunar á þremur nýjum vörum sem að nota íslensk hráefni sem að hafa græðandi og róandi áhrif.

Svepparíkið vinnur að þróun og ræktun á sælkeramatsveppum úr lífrænum úrgangi frá matvælaiðnaði. Sjálfbær ræktun sælkerasveppa er ný á Íslandi.
Sifmar er sprotafyrirtæki sem að vinnur að framleiðslu á hollum íslenskum barnamat.  Hugmyndafræði fyrirtækisins er að nýta íslenskt grænmeti og ávexti sem annars færu til spillis og vinna það áfram með íslenskum orku- og vatnsauðlindum.

Úr sveitinni er sprotafyrirtæki sem að vinnur að ræktun á gulrætum í öllum regnbogans litum. Litríkar gulrætur gera meðlætið og nestið skemmtilegra.

Máltíð á mettíma er vörulína frostþurrkaðra rétta. Fyrsti rétturinn sem kemur á markað er Kjöt í karrý.

Bökum saman er fjölskyldufyrirtæki sem að auðveldar fjölskyldum að skapa saman gæðastundir við bakstur. Bökum saman hefur fengið styrk fyrir þróun á þremur nýjum vörum frá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb