fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Matur

Ný vörulína frá Kaju sem á eftir að slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 18. maí 2022 12:41

Nú hafa bæst við lífrænir hafragrautar í vörulínu Kaju sem eiga pottþétt eftir að slá í gegn hjá sælkerum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Jónsdóttir, ávallt kölluð Kaja, sem á og rekur Matarbúr Kaju, Kaja Organic og Café Kaju hefur nú bætt enn frekar við framleiðslu sína nýjar vörur sem eiga svo sannarlega eftir að gleðja sælkerana sem hafa ástríðu fyrir lífrænum og hollum vörum af bestu gerð. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins selur Kaja meðal annars lífrænt vottaðar matvörur eftir vigt og í smásölupakkningum. Einnig býður Kaja upp á lífrænt kaffi, te og hollar, lífrænar kræsingar, svo sem samlokur, bakkelsi og sæta bita úr besta hráefni sem völ er á Café Kaju sem hefur notið mikilla vinsælda.

Kaja er þátttakandi íslenskra markaðsdaga sem nú eru í gangi í Hagkaupum þar sem smáframleiðendum er gert hátt undir höfði og vörur þeirra kynntar. „Það er nóg búið að vera í gangi við vorum að setja þrjár nýjar vörur á markað í tengslum við íslenska markaðsdaga í Hagkaupum,“ segir Kaja.

Hér er um að ræða box með hráefni  í hafragrauta, einungis þarf að bæta soðnu vatni í boxið og láta standa í 1 til 2 mínútur og þá er herlegheitin tilbúin. Einnig er hægt að setja jurtamjólk að kvöldi í boxið og látið standa yfir nótt í ísskáp, þessi aðferð hentar einstaklega vel fyrir þá sem finnst áferðin á hafragrautnum leiðigjörn en vilja engu að síður fá  holla og góða næringu. Það sem einkennir þessa hafragrauta er lífræn hráefni, engin aukaefni, engin viðbættur sykur og þeir eru vegan. Við komum með þrjár tegundir til að byrja með, hafragrautur með ávöxtum, hafragrautur með döðlum og valhnetum og svo hafragrautur með mórberjum og súkkulaði,“ segir Kaja og bætir við að tilvalið sé að taka grautana með á fjöll, í bústaðinn eða bara með í vinnuna.

Þess má geta að boxin eru úr pappa og eru ekki með plasthúð að innan heldur vax eða Pla filmu og því umhverfisvæn. Aðspurð segir Kaja að fleiri svona vörur í kollinum á henni sem munu líta dagsins ljós í júní.

Kaja trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði hún Kaja Organic, Matarbúr Kaju og Café Kaju sem hefur blómstrað á Skaganum undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum