Vítalía Lazareva er í fanta formi en hún borðar mest úr jurtaríkinu og dugleg að deila uppskriftum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Hún er að læra matvælafræði við Háskóla Íslands og nýtur sín í eldhúsinu þar sem hún galdrar fram hvern réttinn á fætur öðrum. Mataræðið hennar er það sem kallast plant based sem þýðir að hún sniðgengur dýraafurðir að mestu.
Vítalía deilir eftirfarandi uppskrift með lesendum DV – gómsætum vegan súkkulaðibitakökum sem eru bæði mjúkar og djúsí.
– Byrjið á því að hita ofninn á 175 gráður
– Blandið saman hörfræjunum og vatninu og leggið til hliðar, blandan þykknar
– Blandið saman í skál, smjörinu og púðursykrinum og þeytið í ca 3 mínútur, þar til samfellt.
– Næst skal bæta við vegan egginu sem var búið til úr vatninu og hörfræjunum og hræra með sleif, bætið við vanilludropunum.
– Þegar búið er að hræra vegan egginu saman við má bæta við hveitinu, kartöflumjölinu,saltinu og matarsódanum og þeyta þangað til deigið er orðið samfellt.
– Síðast skal bæta við suðusúkkulaðinu sem hefur verið saxað niður í degið.
– Rúllið deiginu í kúlur og leggið á bökunarpappír.
– Bakist í 11 mínútur