fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Frískandi og sumarlegur melónukokteill í Eurovison-boðið

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 7. maí 2022 12:33

Þessi sumarlegi kokteill er fullkominn fordrykkur fyrir matinn. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðars, einn vinsælasti matarbloggari landsins sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar, er snillingur í prófa allskonar nýjungar af ferskum og léttum sumardrykkjum. Hér er Berglind búin að setja saman frískandi melónukokteil sem er fullkominn fordrykkur í matarboðið. Síðan er hann líka tilvalinn til að bjóða upp á í Eurovision-boðinu á þriðjudagskvöldið.

Melónukokteill

Fyrir 3-4 glös

½ gul melóna (um 300 g)

1 lime (safinn)

2 msk. hlynsýróp

1 lúka myntulauf

300 ml Muga hvítvín

200 tónik vatn

Skerið melónuna niður í litla teninga og frystið í 1-2 klukkustundir. Setjið síðan frosna melónukubbana ásamt öllum öðrum hráefnum í blandarann og blandið vel. Skiptið niður í glös og skreytið með myntulaufum og lime sé þess óskað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka