fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Matur

Ostasalatið sem þú munt liggja í

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 2. maí 2022 10:21

Hér er á ferðinni dásamlega gott ostasalat sem á eftir að setja allt á hliðina. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ostasalöt njóta mikilla vinsælda í veislum eða hvers kyns boðum eins og saumaklúbbnum.

María Gomez sælkeri og matarbloggari sem heldur úti síðunni Paz.is er ein af þeim sem er nýbúin að smakka ostasalat og kolféll fyrir því. „Ég viðurkenni það ég er mjög sein upp á ostasalat vagninn, en ég smakkaði ostasalat í fyrsta skiptið núna um daginn. g hef oft heyrt af ostasalati, séð ostasalat í veislum og séð til fólks fá sér aftur og aftur og aftur, og allan tímann dásama slíkt salat. Hvort það sé sama salat og þetta veit ég ekki. En ég veit það að þegar ég smakkaði þetta dásemdarsalat hjá elsku Línu vinkonu minni, þá var ekki aftur snúið,“ segir María.

Það sem var í ostasalatinu hjá vinkonu hennar Línu sem töfraði fram annað bragð voru döðlur. María bætti betur um og bætti við valhnetum segir að það hafi gert útslagið. Hún liggi hreinlega í ostasalatinu, það sé svo dásamlega gott.

Dásemdar ostasalat

1 dós sýrður rjómi

½ dós Gunnars majónes (minni dósin þessi sem er 250 ml)

1 rauð paprika

1 lítill púrrulaukur

Rauð vínber eftir smekk

1 stk. Mexikó kryddostur

1 stk. Hvítlauks kryddostur (mér finnst frá Örnu betri, persónulegt mat)

Valfrjálst:

½ dl smátt skornar döðlur

½ -1 dl smátt skornar valhnetur eða pekanhnetur

Best er að gera salatið kvöldinu áður, en það geymist alveg upp í 5 daga í ísskáp. Mér finnst líka gott að taka það úr kælir eins og 30 mínútum áður en þess er neytt. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma í skál. Skerið paprikuna smátt og púrrulaukinn. Skerið svo vínberin í þunnar skífur (mér finnst það best þannig). Mér finnst betra ef osturinn er skorinn niður í litla ferninga en ekki of stóra bita. Setjið svo ostinn, paprikuna, púrrulaukinn og vínberin út í majónesblönduna og hrærið vel. Ef þið notið döðlur og hnetur þá þarf að skera það frekar smátt og setja saman við og hræra. Berið fram með góðu kexi, súrdeigsbrauði, nýbökuðu baguette eða því sem þér finnst passa vel með ostum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti