fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Matur

Sítrónukakan franska sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 09:39

Sítrónukakan er syndsamlega ljúffeng og steinliggur. Einfaldleikinn er oft langbestur. Mynd/SÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni uppskrift úr smiðju minni, Matarást Sjafnar, Sítrónukökunni frönsku. Hún er fullkomin til að bjóða í eftirrétt á fallegum sumardögum og parast til að mynda dásamlega vel með kampavíni eða þeim drykkjum sem hver og einn velur sér. Þessi kaka steinliggur, einföld í bakstri og svo syndsamlega góð. Ég tvista hana stundum til og bæti við súkkulaðidropum í deigið þegar það er komið í formið áður en hún fer inn í ofn eða geri jafnvel tvær, eina klassíska og hina með súkkulaðidropum. Allt hráefnið í kökuna fæst í Bónus.

Sítrónukakan franska

1 sítróna

150 g smjör

3 egg

3 dl sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl hveiti

flórsykur til skrauts

Hitið ofninn í 175°C. Byrjið á því að þvo sítrónuna og fínrifið börkinn af sítrónunni og pressið út í 1-2 matskeiðar af safanum. Bræðið smjör í potti. Takið pottinn af hitanum og blandið öllum hráefnunum út í brædda smjörið, ásamt sítrónuberkinum og safanum og hrærið vel saman. Smyrjið kringlótt álform eða smelluform með smjöri og stráið smá hveiti í það. Hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofninum í um það bil 20 mínútur. Athugið baksturstíminn getur verið breytilegur eftir ofnum alveg frá 18 mínútum upp í 25 mínútur en 20 mínútur er sá tími sem ég baka kökuna og hún er fullkomin eftir þann tíma. Látið hana kólna og stráið síðan yfir hana flórsykri áður en hún er borin fram.

Ef þið viljið bæta við súkkulaðidropum þá eru súkkulaðidroparnir frá Freyju rosalega góðir í þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb