fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Klassísku blómafernurnar líta aftur dagsins ljós

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 25. apríl 2022 23:05

Hinar klassísku blómafernur verða endurvaknar, tilefnið HönnunarMars sem haldinn verður í maí. Mynd/aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta nýtt frá Mjólkursamsölunni er að hinar klassísku blómafernur muni aftur líta dagsins ljós og verður það mikil nostalgía fyrir marga. Enda fallegar fernur sem rifja upp góðar minningar hjá mjólkuraðdáendum.

Tilefnið er HönnunarMars sem haldinn verður dagana 4.-8. maí næstkomandi. Eins og fram kemur mun Mjólkursamsalan endurvekja þessa klassísku íslensku hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernurnar (nýmjólk og léttmjólk) verða á markaði í um mánuð en pökkun hófst á sumardaginn fyrsta. Blómafernurnar komu upphaflega á markað árið 1985 og vildi fyrirtækið gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Nokkrir íslenskir hönnuðir veg og vanda að hönnuninni. Það voru þau Kristín Þorkelsdóttir, Tryggvi T. Tryggvason og Stephen Fairbairn. Blómin eru byggð á myndefni úr Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson sem eru mikið augnayndi.

Blóma­fern­urn­ar verða fá­an­leg­ar í versl­un­um lands­ins út maí­mánuð svo aðdáendur blómafernanna eru hvatt­ir til að tryggja sér ein­tak og fagna ís­lenskri hönn­un á Hönn­un­ar­Mars dag­ana 4.-8. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb