Nýjasta nýtt frá Mjólkursamsölunni er að hinar klassísku blómafernur muni aftur líta dagsins ljós og verður það mikil nostalgía fyrir marga. Enda fallegar fernur sem rifja upp góðar minningar hjá mjólkuraðdáendum.
Tilefnið er HönnunarMars sem haldinn verður dagana 4.-8. maí næstkomandi. Eins og fram kemur mun Mjólkursamsalan endurvekja þessa klassísku íslensku hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernurnar (nýmjólk og léttmjólk) verða á markaði í um mánuð en pökkun hófst á sumardaginn fyrsta. Blómafernurnar komu upphaflega á markað árið 1985 og vildi fyrirtækið gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Nokkrir íslenskir hönnuðir veg og vanda að hönnuninni. Það voru þau Kristín Þorkelsdóttir, Tryggvi T. Tryggvason og Stephen Fairbairn. Blómin eru byggð á myndefni úr Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson sem eru mikið augnayndi.
Blómafernurnar verða fáanlegar í verslunum landsins út maímánuð svo aðdáendur blómafernanna eru hvattir til að tryggja sér eintak og fagna íslenskri hönnun á HönnunarMars dagana 4.-8. maí.