Grænsápa er náttúruleg afurð hefur verið notuð til heimilisþrifa í aldaraðir. Hún er til í fljótandi og föstu formi og verður til við efnahvörf fitu og pottösku. Hún er umhverfisvæn og hentar til ýmissa nota. Fullkomin blanda til að þrífa margs konar yfirborð, eins og flísar, parket, baðkar eða sturtuklefa, er matskeið af grænsápu og þrír lítrar af vatni. Best er að nýta hana í fljótandi formi en hún nýtist líka vel í föstu formi til ýmissa þrifa, nudda í erfiða bletti svo dæmi séu tekin.
Grænsápan hentar líka einstaklega vel til þrifa á eldhúsáhöldum eins og pottum og pönnum. Ef þú vilt vera hagsýn/n og um leið huga að umhverfisáhrifum hvað varðar hreinsiefna notkun er best að kaupa stóra fötu af grænsápu sem ekki er búið að þynna út, slík fata ætti að geta dugað í heilt ár miðað við venjulega heimilisnotkun.