Matarsódinn gerir kraftaverk á heimilum. Flestir eiga matarsóda í eldhússkápnum eða skúffunni, í það minnsta þeir sem hafa bakað. Matarsódinn er gæddur fjölmörgum hæfileikum og við gætum leikið okkur að því að nýta hann við heimilisþrifinn, sér í lagi í eldhúsinu. Kostur við hann er meðal annars að hann er ódýr og einfaldur í notkun.
Besta leiðin til að þrífa potta, pönnur og eldavélar með viðbrenndum leifum er að nota matarsóda. Prófaðu að dreifa matarsóda ásamt fjórum til fimm teskeiðum af salti yfir pönnu með viðbrenndum leifum á og setja síðan vatn yfir í hana og láta standa yfir nótt. Næsta dag þrífur þú og hún verður glansandi fín.