fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Undursamlega ljúffengar döðlur í sparifötum

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 10. mars 2022 13:16

Þessar undurljúffengu döðlur kitla svo sannarlega bragðlaukana og fullkomnar á smáréttaborðið eða sem smakkréttur með freyðandi drykkjum./Myndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru á ferðinni undurljúffengar döðlur í sparifötunum úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílbloggara sem heldur úti bloggsíðunni Gotterí og gersemar. Það er tilvalið að bjóða upp á þær sem forrétt, á smáréttarhlaðborði nú eða bara þegar ykkur langar í eitthvað gómsætt. Það tekur stutta stund að útbúa þennan rétt og hægt er að plasta þær og geyma í kæli yfir nótt sé þess óskað. Þær eru einstaklega ljúffengar með freyðandi drykkjum.

Fylltar döðlur í hnetuhjúp

Um 15 stykki stórar, ferskar döðlur

150 g mascarpone ostur

2 msk. hunang

50 g saxaðar hnetur/möndlur að eigin vali (til dæmis pekanhnetur, kasjúhnetur, pistasíur, möndlur, jarðhnetur)

Skerið rauf í döðlurnar, fjarlægið steininn og opnið „vasa“ í þær. Blandið Mascarpone osti og hunangi saman í skál, setjið í sprautupoka/zip lock poka og fyllið „vasana“ á döðlunum. Leggið rjómaostahliðina ofan í skál með söxuðum hnetum/möndlum og veltið aðeins um svo það festist vel af blöndu við hverja döðlu. Geymið í kæli þar til bera á fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna