fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FréttirMatur

Bjóða upp á nestispakka fyrir skíðafólk

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 5. mars 2022 10:26

Sigurður Gísli Eiríksson verslunarstjóri hjá Lemon í Norðlingaholti segir að það sé mikið um að fólk komi við og nesti sig upp. Bæði fyrir ferðina í sumarbústaðinn og í skíðaferðina enda liggur leiðin þaðan beint upp í Bláfjöll./Myndir Bent Marinósson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lemon opnaði nýverið á þjónustustöð Olís í Norðlingaholti. Alls rekur Lemon, sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum, nú sjö staði, þar af fjóra á höfuðborgarsvæðinu og þrjá á Norðurlandi.

,,Viðtökurnar á nýja Lemon staðnum hafa verið mjög góðar. Hverfið er ört stækkandi og fólkið í hverfinu kann greinilega gott að meta. Það hafa verið margir mjög góðir gestir á Lemon síðustu vikur. Fyrirtækin hér í kring hafa einnig nýtt sér þjónustu okkar. Þau hafa bæði pantað á vefnum og sótt og starfsfólk fyrirtækjanna líka verið duglegt að kíkja í heimsókn til okkar. Sumir hafa líka tekið bensín í leiðinni sem er auðvitað praktískt. Við leggjum mikið upp úr því að veita hraða og góða þjónustu,“ segir Sigurður Gísli Eiríksson, verslunarstjóri Lemon í Norðlingaholti.

Hann segir að skíðafólk hafi verið duglegt að koma við á Lemon í Norðlingaholti, bæði fyrir og eftir skíðaferðir í Bláfjöllin. Staðurinn er auðvitað í leiðinni upp í Bláfjöll þannig að það kemur ekki á óvart. ,,Það er mikið um að skíðafólk hefur verið koma hingað og borða áður en það fer á skíði. Það er auðvitað gott að vera vel nærður þegar maður er að renna sér í fjallinu. Einnig hefur fólk komið eftir skíðaferðina og tekið með sér kvöldmat. Við erum einnig með frábæran nestispakka fyrir skíðafólk sem vill taka með sér nesti. Samloku með parmaskinku og mozzarella osti, djúsflösku og súkkulaðibitaköku. Þessi pakki hefur verið mjög vinsæll enda ótrúlega bragðgóður,“ segir Sigurður.

Fólk nestar sig upp á leiðinni austur fyrir fjall
Hann segist taka eftir því að fólk á leiðinni austur fyrir fjall taki hollt nesti með sér í bílinn. ,,Mér finnst mikið um það að fólk sem er á leiðinni í sumarbústaðinn komi við hjá okkur og nesti sig upp. Fái sér hollt nesti í bílinn. Djúsarnir okkar eru sérlega vinsælir enda eru þeir bæði hollir og góðir. Hvað er betra en sólskin í glasi í þessu vonda veðri sem hefur verið að herja á okkur síðustu daga.“

Sigurður segist vera ánægður í vinnunni á Lemon. ,,Það er mjög gaman að vinna hérna. Hér starfar skemmtilegur hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum veita hraða og góða þjónustu. Og við erum alltaf hress og kát. Það hjálpar alltaf til að brosa og vera í góðu skapi,“ segir Sigurður ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb