fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Laufabrauð í formi fuglafóðurs fyrir smávinina

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 25. febrúar 2022 10:42

Starfsmenn Bónus njóta þess að gleðja smáfuglana með fuglafóðrinu úr afgangs laufabrauðinu. Mynd/aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus hefur í samstarfi við Gæðabakstur hafið sölu á afgangs laufabrauði í formi fuglafóðurs. Markmiðið er að sporna gegn matarsóun, draga úr rýrnun og minnka sorp. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins í dag er um að ræða laufabrauð sem seldist ekki fyrir síðustu jólahátíð. Því hefur verið endurpakkað í 1,5 kg pakkningar og dreift í valdar Bónus verslanir, á meðan birgðir endast. Þar geta viðskiptavinir keypt fuglafóðrið á hóflegu verði.

Bónus hefur um árabil lagt áherslu á að draga úr matarsóun með ýmsum hætti, svo sem með sölu á útlitsgölluðum vörum og vörur á síðasta neysludegi á afslætti. Þá er Bónus fyrsta matvöruverslunin sem hefur kolefnisjafnað rekstur verslana sinna.

Gæðabakstur hefur einnig lagt mikla áherslu á draga úr matarsóun, einkum með skilvirkri dreifingu á vörum í verslanir og hefur tekist að draga verulega úr rýrnun. Enn fremur fer stór hluti af óseldum vörum Gæðabaksturs í svínafóður. Þannig hefur Gæðabakstur lagt sitt af mörkum til þess að draga úr matarsóun og sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri.

Þess má geta að sala á afgangs laufabrauði sem fuglafóður í valdar verslanir Bónus styður við 12 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Fuglafóðrið verður selt í eftirtöldum Bónus verslunum:
Bónus Langholti, Akureyri
Bónus Kjarnagötu, Akureyri
Bónus Smáratorgi
Bónus Skeifunni
Bónus Selfossi
Bónus Spönginni
Bónus Njarðvík
Bónus Helluhrauni, Hafnarfirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb