fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Bolla Bolla – Pólski bolludagurinn er í dag

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 16:15

Starfsmaður Mini Market í Kópavogi með nýbakaðar Berlínarbollur frá Gæðabakstri. Myndir/aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólski bolludagurinn er í dag (p. tłusty czwartek). Hann heitir í raun “Feiti fimmtudagur” og er gömul kristin hátíð víða í Evrópu. Mikill erill hefur verið í Mini Market búðunum, sem leggur áherslur á pólskt vörúrval, en þær selja Berlínarbollur frá Gæðabakstri í tilefni dagsins. Strax í morgun beið fólk eftir að kaupa bollur þegar starfsmenn Gæðabaksturs komu með bollurnar.

„Það dugði ekki minna en stór flutningabíl til þess að afhenda bollurnar í allar fjórar búðir Mini Market í morgun,” segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs. Hann segir afar gaman að taka þátt í að dreifa bollunum í búðir Mini Market; spennan hafi ekki leynt sér ekki á svip viðskiptavina og starfsfólks.”

Gísli segir að vinsælasta Berlínarbollan hafi verið með glassúr og jarðaberjasultu en einnig séu tegundir annars vegar með flórsykri og jarðaberjasultu og flórsykri og vanillukremi í boði frá Gæðabakstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna