fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Hjartalöguð Valentínusar pitsa fyrir ástina

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 13:38

Ást er að baka hjartalaga pitsu handa ástinni, Valentínusar pitsu sem bræðir bragðlaukana. Myndir/Hildur Rut Ingimars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur ástarinnar, Valentínusardagurinn er á morgun, mánudag, 14.febrúar og þá er lag að koma ástinni sinni á óvart með rómantískri máltíð. Hildur Rut Ingimars sælkeri og matarbloggari á Trendnet töfraði fram þessa girnilegu hjartalöguðu og rómantísku, Valentínusar pitsu og deilir hér með lesendum. Þessi pitsa er krúttleg og girnileg með Philadelphia rjómaosti, kokkteiltómötum, basilíku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku.

Njótið og gleðilegan Valentínusardag.

Valentínusar pitsa

12 tomma

4 msk. Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddi

200 g kokkteiltómatar

1-2 msk. fersk basilíka, smátt skorin

1-2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

1 tsk oreganó

½ tsk salt

¼ tsk pipar

180 g litlar mozzarella kúlur

4 sneiðar parmaskinka

Ólífuolía

Klettasalat eftir smekk

Parmesan ostur eftir smekk, rifinn

Pitsadeig (2-3 pitsabotnar) – eða kaupa tilbúið deig

12 g þurrger (einn pakki)

1 ½  dl ylvolgt vatn

1 msk. hunang

2 msk. ólífuolía

1 tsk. salt

6-7 dl fínmalað spelt

Fletjið út deigið og myndið hjarta með höndunum. Notið hníf til að skera hjartað til.

Smyrjið deigið með rjómaostinum. Skerið kokkteiltómatana í fjóra bita og blandið saman við basiliku, hvítlauk og kryddi. Dreifið þeim yfir pizzuna. Dreifið mozzarella kúlunum yfir allt saman og bakið inn í ofni í 12-15 mínútur við 220°C. Dreifið parmaskinkunni á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið með smá ólífuolíu. Bakið í 6-8 mínútur eða þar til hún verður stökk. Takið pitsuna úr ofninum og dreifið klettasalati, parmaskinku og parmesan osti yfir allt saman. Njótið.

Pitsadeig

Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel. Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið. Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deigið í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar. Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klukkustund eða meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn