Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og er næstkomandi mánudag 14. febrúar. Þann dag, sem nær aftur til 14. aldar í Evrópu, hafa elskendur sent hvort öðru gjafir á borð við blóm og konfekt, segir í Wikipedia ritinu. Þá hefur færst í vöxt í Bandaríkjunum að gefa kökur á þessum degi.
Dagurinn á sér ekki langa sögu á Íslandi en hefur orðið sífellt stærri með árunum. Þá taka gjafirnar breytingum og meðal nýjunga er þessi tveggja laga Valentínusarkaka, sem snillingarnir í Gæðabakstri hafa bakað. Hér er um að ræða svokallaða rauða flauelsköku, “Red Velvet Cake“, sem hefur slegið í gegn fyrir Valentínusardaginn í Bandaríkjunum. Flauelskakan er með rjómaostakremi og með sérstaklega rauðleitum blæ. Flauelskakan er sannarlega kaka elskendanna í ár.