Í vikunni bárust stórtíðindi úr höfuðstöðvum Royal að nýr búðingur væri lentur í verslunum landsins. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins ætlaði allt að verða vitlaust þegar Royal búðingurinn nýi leit dagsins ljós en alla jafna vekja slíkar fréttir mikla athygli enda Royal búðingarnir rótgrónir í þjóðarsálina en viðbrögðin við nýja búðingnum hafa þó verið meiri en gengur og gerist og hafa markaðssérfræðingar sagt að viðbrögðin gefi vísbendingar um að hér sé á ferðinni sælkera búðingur sem enginn Royalisti getur staðist. Nýi búðingurinn hefur rokið úr hillum verslana og starfsfólk Bónus hefur vart undan því að fylla á hillurnar.
Berglind Hreiðars matar- og sælkerabloggari með meiru missti sig strax þegar nýi Royal búðingurinn mætti til leiks og fór beint í það að útfæra sinn uppáhalds búðing þar sem lakkrísinn leikur aðalhlutverkið enda er hún dolfallinn aðdáandi Eitt sett. Berglind fór beint í það að útbúa sína útfærslu af búðingnum góða og birti á síðunni sinni Gotterí og gersemar sem hefur strax slegið í gegn.
„Lakkríssósan og lakkrískurlið passar einstaklega vel með og ég mæli með að þið sem elskið lakkrís farið „all-in“ með sósu og kurl,“segir Berglind sem er alveg dolfallin yfir bragðinu á nýjasta Royalbúðningnum sem hefur þegar sett allt á hliðina.
Hér er uppskrift Berglindar komin fyrir ykkur.
Royalistinn
Fyrir 4 glös
Súkkulaði- og lakkrís búðingur
Lakkríssósa
Toppur
Njótið í botn.