Hin sjarmerandi og undursamlega Nigella Lawson sjónvarpskokkurinn er svo mikill snillingur í eldhúsinu. En hún fann frábæra leið til að gera hina fullkomnu sólþurrkuðu tómata, sem hún kallar tunglþurrkaða tómata. Í stað þess að kaupa þá út í búð, sem búið er að þurrka og leggja í oreganó og olíu ákvað hún að finna leið til að búa til sína eigin sólþurrkuðu tómata og tókst það vel upp.
„Ég fann leið sem er einfaldlega þannig að setja tómatana í mjög heitan ofn, slökkva svo og láta þá standa í ofninum yfir nótt. Þess vegna kalla ég þá tunglþurrkaða,“segir Nigella.
Hér er uppskriftin af Tunglþurrkuðu tómötunum hennar Nigellu ásamt ómótstæðilegu salati sem þú átt eftir að elska, þessi er hreint sælgæti og mun töfra matargestina upp úr skónum.
Tunglþurrkaðir tómatar
500 g (u.þ.b.24) kirsuberjatómatar eða aðrir smá tómatar
2 tsk. maldonsalt eða 1 tsk. borðsalt
¼ tsk. sykur
1 tsk. þurrt timían
2x 15 ml msk. ólífuolía
Hægristaðir tómatar, geitaosta- og myntusalat
Fyrir 6-8
200 g klettasalat eða spínat
200 g mjúkur geitaostur, t.d. Chavroux
1 skammtur af tunglþurrkuðum tómötum (uppskriftin hér fyrir ofan)
1 msk. sítrónusafi
2 msk. jómfrúarolía
2 msk. fersk söxuð mynta
Njótið í góðum félagsskap.