fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Ómótstæðilega ljúffengt geitaosta- og myntusalat með tunglþurrkuðum tómötum

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 00:57

Hin sjarmerandi og undursamlega Nigella, fallegi sjónvarpskokkurinn kann að töfra bragðlaukana í eldhúsinu með sínum dásamlegu réttum./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sjarmerandi og undursamlega Nigella Lawson sjónvarpskokkurinn er svo mikill snillingur í eldhúsinu. En hún fann frábæra leið til að gera hina fullkomnu sólþurrkuðu tómata, sem hún kallar tunglþurrkaða tómata. Í stað þess að kaupa þá út í búð, sem búið er að þurrka og leggja í oreganó og olíu ákvað hún að finna leið til að búa til sína eigin sólþurrkuðu tómata og tókst það vel upp.

„Ég fann leið sem er einfaldlega þannig að setja tómatana í mjög heitan ofn, slökkva svo og láta þá standa í ofninum yfir nótt. Þess vegna kalla ég þá tunglþurrkaða,“segir Nigella.

Hér er uppskriftin af Tunglþurrkuðu tómötunum hennar Nigellu ásamt ómótstæðilegu salati sem þú átt eftir að elska, þessi er hreint sælgæti og mun töfra matargestina upp úr skónum.

Tunglþurrkaðir tómatar

500 g (u.þ.b.24) kirsuberjatómatar eða aðrir smá tómatar

2 tsk. maldonsalt eða 1 tsk. borðsalt

¼ tsk. sykur

1 tsk. þurrt timían

2x 15 ml msk. ólífuolía

  1. Hitið ofninn upp að 220°C hita.
  2. Skerið tómatana í tvennt og látið þá snúa upp í eldföstu móti. Sáldrið yfir salti, sykri, timían og ólífuolíu.
  3. Stingið þessu inn í ofninn og slökkvið á honum. Látið tómatana standa í hálfan sólarhring án þess að opna ofninn.

Hægristaðir tómatar, geitaosta- og myntusalat

Fyrir 6-8

200 g klettasalat eða spínat

200 g mjúkur geitaostur, t.d. Chavroux

1 skammtur af tunglþurrkuðum tómötum (uppskriftin hér fyrir ofan)

1 msk. sítrónusafi

2 msk. jómfrúarolía

2 msk. fersk söxuð mynta

  1. Setjið salatblöðin í stóra skál og skóflið upp geitaostinum og setjið hann hér og þar.
  2. Bætið við tunglþurrkuðu tómötunum.
  3. Notið fatið sem tómatarnir voru lagðir í og hrærið þar saman sítrónusafann og olíu og hellið svo yfir salatið.
  4. Skreytið með saxaðri myntu.

Njótið í góðum félagsskap.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum