fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Hin eina sanna Svindlsamloka – sem setti allt á hliðina

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 08:12

Lykilatriði eru „leyni-kokteilsósa“ og að hita samlokuna í poka í örbylgjuofninum svo hún verði sveitt og djúsí eins og í denn./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðars okkar ástsæli köku- og matarbloggari á Gotterí og gersemar fann leyniformúluna bak við hina víðfrægu Svindlsamloku, þessari einu sönnu sem ættuð er af Seltjarnarnesinu. Svindlsamlokuna setti allt á hliðina á síðasta ári og ljóst að stór hluti þjóðarinnar elskar þessa sveittu samloku.

Sveitt majónessamloka sem allir missa sig yfir

„Almáttugur minn hvað það er hægt að vera spenntur fyrir einni sveittri majónes-samloku! Hér er það sannarlega nostalgían sem kikkaði inn í öllu sínu veldi og sagan sem þessari samloku fylgir er nú orðin ansi skrautleg. Ég skal reyna að hafa þetta eins stutt og ég get en lofa engu,“ segir Berglind og hefur aldrei verið jafn spennt yfir samloku.

Gamli góði Skaraskúrinn á Nesinu

Það eru nú eflaust margir sem botna ekki neitt í neinu þegar þeir lesa nafnið á þessari samloku hvorki hér ná á blogginu hennar Berglindar á gotteri.is. Seltirningar sem voru uppi á tímum Skaraskúrs, sem var og hét, vita hins vegar upp á hár hvað um ræðir hér. „Maður hefði haldið þetta væru engin stjarnvísindi, ostur og kokteilsósa á brauð og inn í örbylgjuofn. Ónei, svo einfalt er það ekki og það hefur reynst þrautinni þyngra að þróa hina einu réttu „leyni-kokteilsósu“. Eftir ansi margar kokteilsósuhræringar með hinum og þessum útfærslum hér heima eftir punkta frá fyrrum eiganda, systur hans, fyrrum starfsmanni og fleirum við hönd, kom ábending úr óvæntri átt frá bekkjarsystur minni úr Való sem hafði unnið í Skaraskúr og hrært í sósuna frægu. Sú ábending leiddi mig að hinni einu sönnu blöndu sem var, þegar öllu var á botninn hvolft majónes og rautt relish! En hvað er rautt relish eiginlega?“

Bjó til sitt eigið hamborgararelish

Hvernig fannst þú loks út úr leyniformúlinni, fullkomnu kokteilsósunni? „Ég var búin að vera að þróa kokteilsósu með grænu relish og öðru gúmelaði og hún var nú komin ansi nálægt hinni einu sönnu en þegar ég fékk þessar upplýsingar var hafist handa við að finna rautt relish. Ég keyrði um bæinn þveran og endilangan og rautt relish var til í Fjarðarkaup. Það smakkaðist vel með majóinu og náði að líkjast samlokunni í denn upp að ákveðnu marki en ekki alveg upp á 10 svo ég ákvað að gúgla aðeins betur allt sem ég gæti um rautt relish. Á sínum tíma var nefnilega ekkert mikið verið að nota jalapeño eða slíkt (sem er í þessu frá Fjarðarkaup) og komst ég að því að ýmis rauð relish eru framleidd. Ég hugsaði því aftur til 1990 ish og hvað væri líklegt að hefði verið til á þeim tíma og klassískt „Hamburger relish“ finnst mér líklegast. Slíkt hef ég ekki fundið hérlendis en auðvitað fann ég „copycat“ uppskrift af slíku á netinu sem ég útfærði og bjó þannig til mitt eigið hamborgararelish. Eftir nokkrar prufanir á því í bland við Hellmann’s varð ég sátt og hér fáið þið að mínu mati það sem kemst næst því að vera gamla góða SVINDL-samlokan af Nesinu.“

Samsetning

  • 2 fransbrauðsneiðar
  • Ostur
  • Leyni-kokteilsósa

Leyni-kokteilsósa uppskrift

Uppskrift dugar í um 10 samlokur

  • 150 g Hellmann‘s majónes
  • 50 g rautt relish (sjá uppskrift)

Rautt relish

  • 50 g grænt gúrkurelish á flösku
  • 60 g tómatsósa
  • 1 tsk. grillaðar paprikur (úr krukku)
  • ½ tsk. paprikuduft
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. laukduft
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. kanill
  • ¼ tsk. hvítur pipar
  1. Saxið grilluðu paprikurnar alveg niður í mauk og blandið síðan öllum hráefnunum saman í skál.
  2. Blandið síðan réttum hlutföllum saman við Hellmann’s majónesið og smyrjið á fransbrauðið.

„Lykilatriði eru „leyni-kokteilsósa“ og að hita samlokuna í poka í örbylgjuofninum svo hún verði sveitt og djúsí eins og í denn. Svo ég mæli með því að þið hitið hana í örbylgjuofninum til að njóta þessa nostalgíu samloku.“

Ég prófaði líka í staðinn fyrir að nota tómatsósu að blanda 60 g af tómat paste saman við 1 matskeið af sykri og 1 teskeið af hvítvínsediki en útkoman varð mjög svipuð svo ég ákvað að einfalda þetta aðeins fyrir ykkur!

Varðandi fransbrauðið þá ætlaði ég að fara að kaupa brauð í bakarí en þá var mér bent á að slíkt hefði verið allt of dýrt á þessum tíma og aðeins notast við hvítt Myllu samlokubrauð úr Bónus svo að sjálfsögðu keypti ég það.

*Allt hráefnið fæst í Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum