Meðan veturkonungur úti blæs er ekkert betra en að njóta þess að borða nýbakað brauð í huggulegheitum með fjölskyldunni. Hér erum með við komin með uppskrift af þessu fína hollustubrauði úr smiðju Berglindar Hreiðar matar- og ævintýrabloggara með meiru hjá Gotterí og gersemar. Það tekur örskamma stund að baka þetta brauð sem er mikill kostur.
„Þetta brauð er gott með öllu mögulegu. Á heimilinu er brauðið ýmist borðað með smjöri og osti eða kotasælu og papriku/gúrku eftir því hvað hver vildi,“ segir Berglind.
Speltbrauð
300 ml mjólk
4 msk. sítrónusafi
370 g spelthveiti
90 g haframjöl (gróft)
2 tsk. matarsódi
1 ½ tsk. salt
150 g blönduð fræ
Síðan er bara að njóta og velja álegg eftir smekk hvers og eins og ekkert er betra en ylvolgt brauð beint úr ofninum með smjöri sem bráðnar ofan á.