fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Matur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 7. desember 2021 19:00

Silfrið er eitt af því sem þarf að fríska upp á fyrir hátíðarnar. Það þarf að fægja silfrið reglulega til að það njóti sín og glansi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru nokkrir hlutir sem vert að fríska upp fyrir jólahátíðina og byrja snemma á því fyrir aðventuna. Má þar nefna silfrið, það þarf að fægja silfrið reglulega til að það njóti sín og glansi. Það er talað um að það falli á silfrið og þá verður það svart. Það sem veldur því er að brennisteinn sem getur verið í andrúmsloftinu, í vatni og matvælum hvarfast við silfrið. Til að losna við þennan svertuna eða svörtu áferð þarf að fægja silfrið.

Til er sérstakt fægiefni fyrir silfur sem einnig má nota á messing og kopar. Þetta efni fæst í flestum matvöru- og byggingarvöruverslunum og er á hagkvæmu verði auk þess sem það rennur ekki út. Einnig er hægt að fá góða bómullarklúta í þessum verslunum sem endast vel og ekki er ætlast til þess að þeir séu þvegnir heldur notaðir aftur og aftur með fægiefninu í. Einnig er hægt að útbúa 100% umhverfisvænan fægilög en það er ávallt gert í Hússtjórnarskólanum sem er framhaldsskóli sem kennir textíl og matreiðslu og hefur reynst vel gegnum árin.

100% um­hverf­i­s­vænn silfurfægilögur

  • 1 l heitt vatn (soðið vatn)
  • 4 msk. salt
  • 4 msk. mat­ar­sódi
  • 1 örk álp­app­ír (hyl­ur botn­inn á vask­in­um)

Heita soðna vatnið er sett í vaskinn og efn­um blandað sam­an við, hrært aðeins í. Silf­ur sett út í vatnið, látið bíða í nokkra stund. Svert­an af silfr­inu, svarta áferðin, fer af og yfir á álp­app­ír­inn. Silfrið er skolað og þerrað með mjúkum bóm­ull­ar­klút.

Silfurfægillögur

Ef notaður er silfurfægilögur eru þessi ráð um meðhöndlun og vinnslu góð.

  • Berið fægilöginn á silfurmuni með klút og pússið síðan vel með hreinum klút þar til munurinn glansar eins og nýr. Notið mjúkan klút.
  • Ef silfrið er mjög óhreint getur þurft að endurtaka þetta. Ef munurinn er munstraður getur verið gott að nota mjúkan bursta eins og tannbursta til að ná litnum/áferðinni úr munstrinu.
  • Mataráhöld úr silfri eru þvegin vel og burstuð í sápuvatni og svo hreinu vatni. Lykilatriði er að sjóða vatnið sem þvegið er upp úr, ekki nota hitaveituvatnið heita. Þurrkið vel. Silfurdipp er mjög auðvelt að nota. Þá er hlutunum dýpt ofan í löginn og hann svo skolaður, þveginn og þurrkaður á eftir.
  • Handsmíðað silfur og brennt er þó best að fægja frekar með klút og silfurfægilegi.
  • Best er að geyma silfur í umbúðum, hnífapör í kössum eða sérsniðnum pokum fyrir silfur, þannig að loft komist ekki að og setja síðan í plastpoka.
  • Til að þvo silfur er best að nota kalt vatn sem hefur verið hitað í potti eða tekatli. Ef hitaveituvatn er notað er hætt við því að silfurfægingin hverfi af og þá er verkið unnið fyrir gýg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum