fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Matur

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 25. desember 2021 09:48

Hreindýr og önd, tvíréttuð jólaveisla að hætti Hinriks Arnar./Fréttablaðið Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villibráð nýtur aukina vinsælda á íslenskum jóla- og áramótaborðum, þá sérstaklega hreindýr og önd. Hinrik Örn Lárusson einn af okkar færustu matreiðslumönnum landsins og landsliðskokkur er ávallt með villibráð á boðstólnum á sínu heimili um hátíðarnar.

Hinrik deilir hér með lesendum helstu trixunum og gefur góð ráð þegar elda á villibráð eins og hreindýr og önd og meðlæti sem steinliggur með þessum sælkerakræsingum. Hinrik byrjaði snemma að taka þátt í matreiðslunni fyrir jólin og yfirtók eldhúsið mjög fljótt enda hefur hann haft ástríðu fyrir því að elda og framreiða kræsingar frá því að hann man eftir sér.

 

Pönnusteikt hreindýr í hvítlauk og rósmaríni

2 stk. hreindýralundir

3 stk. hvítlauksgeirar

Smá rósmarín

100 g smjör

Salt og olía eftir smekk

Kryddið hreindýrið með salti eftir smekk og setjið út á heita pönnu með olíu.

Steikið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið er orðið fallega brúnað.

Bætið næst við smjöri, rósmaríni og hvítlauk út á pönnuna og haldið áfram að steikja í 2-3 mínútur og snúið lundinni reglulega.

Takið af pönnu og setjið í eldfast mót.

Notið kjarnhitamæli og eldið steikina inni í ofni á 180°C þar til að kjarnhitinn nær 42°C gráðum.

Hvílið og skerið niður.

Hunangssteikt barbarian andabringa

2 stk. andabringur

1 msk. hunang

2 msk. smjör

Salt og olía eftir smekk

Skerið rákir í fituna á andabringunni.

Hitið pönnu í miðlungs hita.

Bætið smá olíu út á pönnuna og byrjið að steikja andabringuna á fituhliðinni.

Þegar fitan á öndinni er byrjuð að bráðna má hækka hitann í botn á pönnunni.

Þá nærðu fallegri steikingu og skinnið verður stökkt.

Næst er smjöri, hunangi, rósmaríni og hvítlauk bætt við út á pönnuna og andabringan steikt á hinni hliðinni.

Gott að velta smjörinu með skeið yfir andabringuna meðan hún steikist.

Takið af pönnunni og setjið í eldfast mót.

Setjið ofn á 180°C gráður og eldið þar til kjarnhiti er kominn í 58°C gráður.

Takið út og látið hvíla í um það bil 5-6 mínútur.

Gómsæt fylling með hægelduðum andalærum

3 stk. andalæri hægelduð

300 g svínahakk

1 stk. laukur

6 stk. sveppir

1 hvítlauksgeiri

1 bolli brauðteningar

1 bolli mjólk

Smjör eftir smekk

Kjötið af andalærum rifið niður í skál

Hakk, laukur, hvítlaukur og sveppir steikt saman á pönnu.

Andalærunum bætt út á pönnuna með smjöri.

Næst er brauðteningum og mjólk bætt saman við.

Öllu saman blandað í skál.

Bakað í 25-30 mínútur í eldföstu móti.

Brokkolísalatið hennar mömmu

1 stk. brokkolíhaus

½ rauðlaukur

200 g sýrður rjómi

200 g majónes

2 msk. þurrkuð trönuber

1 msk. hunang

Sítrónusafi eftir smekk

Salt eftir smekk

Saxið brokkolíið og rauðlaukinn smátt niður.

Blandið saman rest af hráefni við brokkolíið.

Hunangsristað rósakál með heslihnetum

500 g rósakál

2 msk. smjör

1 msk. hunang

2 msk. ristaðar heslihnetur

Salt og olía eftir smekk

Rósakálið er soðið í 2 mínútur í potti og svo snöggkælt með klaka eða undir köldu vatni.

Næst er panna hituð vel með olíu, rósakálið sett á pönnuna og steikt.

Smjöri og hunangi bætt út á pönnuna og steikt þar til rósakálið verður karamellíserað.

Heslihneturnar eru muldar niður.

Sykurbrúnaðar kartöflur með rósmaríni og appelsínuberki

1 kg soðnar kartöflur, skrældar

200 g sykur

100 g smjör

200 g rjómi

3 stilkar rósmarín

1 stk. appelsína

Sykur hitaður á pönnunni þar til hann brúnast vel. Rjómanum bætt út á pönnuna og rjómi og sykur soðið saman. Næst er smjörinu bætt rólega saman við og hrært vel á meðan. Saxið rósmaríntoppa og rífið börkinn af appelsínunni út í karamelluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna