Með hátíðarmatnum, aðalsteikunum og öðru sem framreidd er yfir hátíðarnar skiptir miklu máli að vera með ljúffengt meðlæti sem gaman er að para með aðalréttinum að hverju sinni. Margir hverjir eru með reykt og salatað kjöt á hátíðarborðinu og þá er gott að vera með ferskt og sætt salat sem gott er að para með reykta matnum. Þegar Berglind Hreiðars matar- og ævintýrabloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar og maðurinn hennar buðu vinahjónum í mat á dögunum var ræddu vinahjónin að þau gerðu ávallt Waldorfsalat alltaf með banönum og jarðarberjum. „Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og útbjó því mína útfærslu af þessu salati og var það dásamlega ferskt og sætt með matnum,“segir Berglind og bætti því jafnframt við að þetta salat passi einstaklega vel með reyktu kjöti yfir hátíðarnar enda með jólakeim.
Ávaxtasalat með jólakeim
Fyrir 4-6 sem meðlæti