Það eru nokkrir hlutir sem vert að fríska upp fyrir jólahátíðina og byrja snemma á því fyrir aðventuna. Má þar nefna silfrið, það þarf að fægja silfrið reglulega til að það njóti sín og glansi. Það er talað um að það falli á silfrið og þá verður það svart. Það sem veldur því er að brennisteinn sem getur verið í andrúmsloftinu, í vatni og matvælum hvarfast við silfrið. Til að losna við þennan svertuna eða svörtu áferð þarf að fægja silfrið.
Til er sérstakt fægiefni fyrir silfur sem einnig má nota á messing og kopar. Þetta efni fæst í flestum matvöru- og byggingarvöruverslunum og er á hagkvæmu verði auk þess sem það rennur ekki út. Einnig er hægt að fá góða bómullarklúta í þessum verslunum sem endast vel og ekki er ætlast til þess að þeir séu þvegnir heldur notaðir aftur og aftur með fægiefninu í. Einnig er hægt að útbúa 100% umhverfisvænan fægilög en það er ávallt gert í Hússtjórnarskólanum sem er framhaldsskóli sem kennir textíl og matreiðslu og hefur reynst vel gegnum árin.
100% umhverfisvænn silfurfægilögur
Heita soðna vatnið er sett í vaskinn og efnum blandað saman við, hrært aðeins í. Silfur sett út í vatnið, látið bíða í nokkra stund. Svertan af silfrinu, svarta áferðin, fer af og yfir á álpappírinn. Silfrið er skolað og þerrað með mjúkum bómullarklút.
Silfurfægillögur
Ef notaður er silfurfægilögur eru þessi ráð um meðhöndlun og vinnslu góð.