Tilkynnt var í dag að seinasta útibú flatbökuveitingastaðarins Eldsmiðjunnar yrði lokað á nýju ári.
Eldsmiðjan opnaði fyrst fyrir 35 árum á Bragagötu en fjölgaði stöðunum nokkuð í gegnum árin. Foodco keypti svo keðjuna árið 2007 og á síðasta ári sameinaðist Foodco félaginu Gleðipinnar, fyrirtæki Jóhannesar Ásbjörnssonar.
Í gegnum árin hefur verið vinsælt að gagnrýna Foodco fyrir yfirtöku þeirra á vinsælum vörumerkjum. Eldsmiðjan er gott dæmi um það en undanfarin ári hefur mikið borið á umtali um að gæði matsins á Eldsmiðjunni hafi orðið töluvert verri þegar Foodco tók við keflinu.
Undanfarin ár hefur hver Eldsmiðjan lokað á eftir annarri. Nú nýlega á Laugarvegi, á Dalvegi og á Bragagötu. Suðurlandsbrautin stóð því ein eftir en nú hefur komið fram að þar verði skellt í lás á nýju ári. Í staðinn mun þar opna nýr pitsastaður OLIFE – La Madre Pizza.
Nú syrgja margir pitsa-staðinn sem hefur fylgt mörgum frá blautu barnsbeini fram á fullorðins árin og láta Foodco og Gleðipinnum sömuleiðis heyra það.
Til minningar um Eldsmiðjunahttps://t.co/IYKeONhLRC
— Hel Ada (@PixelRambo) December 1, 2021
Algjörir hápunktar í kringum 1990 þegar mamma og pabbi gerðu sér einstaka sinnum glaðan dag og keyptu pítsu fyrir fjölskylduna hjá Eldsmiðjunni á Bragagötu. Hátíð í bæ. Góðar minningar. https://t.co/PoHaLwarF2
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) December 1, 2021
Við skulum þakka Foodco og Gleðipinnum fyrir að koma einum besta pizzastað sem landið hefur alið af sér í gröfina. RIP Eldsmiðjan.
— Atli (@AtliHelga) December 1, 2021
Eldsmiðjan er hætt. Kannski vegna þeirrar stefnubreytingar að hætta að gera góðar pizzur. Til lengri tíma litið kom það ekki vel út.
— Óli Gneisti (@OliGneisti) December 1, 2021
Það þyrfti að vera hægt að friða veitingastaði þannig að gleðipinnar geti ekki tekið keypt þá.
— Sara (@sbjoring) December 1, 2021
Munið þið þegar Jói í FoodCo/Gleðipinnar sagði umræðuna um Foodco vera ósanngjarna? Foodco eyðilagði sko ekki rótgróna matsölustaði… 😂 https://t.co/qDNMEJ4I4Z
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) December 1, 2021
FoodCo hefur alltaf verið þangað sem veitingastaðir fara til að deyja.https://t.co/4465ecIzJ8
— Danni Fann (@dannifann) December 1, 2021
Takk FoodCo. pic.twitter.com/mp7d8u76Cz
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 1, 2021
Takk fyrir að skemma allt FoodCo pic.twitter.com/gLaAEK6kLV
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 1, 2021
Takk FoodCo pic.twitter.com/FAyicRqzmr
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 1, 2021
Opnaði twitter og sá þetta. Ber mér þá ekki skylda að taka screenshot og sýna ykkur? Annars bara takk FoodCo. pic.twitter.com/4s6yDpzgbI
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) December 1, 2021
Eldsmiðjan var löngu búin að kveðja. Þessi líflausa skel sem var bara skugginn af sjálfum sér var ekkert Eldsmiðjan nema að lógó til. pic.twitter.com/u68HcXgc4T
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) December 1, 2021