fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Matur

Sjúklega góður Ris a la mande með karamellusósu

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 22:50

Sjúklega góður Ris a la mande sem allir verða að prófa. Karamellusósan er ómótstæðileg góð og lyftir réttinum á hærra plan./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ris a la mande er algjör klassík þegar hátíðirnar nálgast. Flestir þekkja þennan rétt borinn fram með kirsuberjasósu en undanfarin ár hefur karamellusósa með þessari uppskrift hins vegar notið mikilla vinsælda. Hér kemur því undursamleg útfærsla af Ris a la mande með karamellusósu með kanilkeim úr smiðju sælkerans og matarbloggarans Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og Gersemar sem þið eigið eftir að elska.

Ris a la mande
Fyrir 10 glös/skálar (eftir stærð)

Möndlugrautur

330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin)

1, 6 l nýmjólk

2 vanillustangir

1 msk. smjör

2 msk. sykur

½ tsk. salt

250 ml rjómi

70 g flórsykur

  1. Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.
  2. Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.
  3. Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.
  4. Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).
  5. Grauturinn má malla við vægan hita í um 40 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.
  6. Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann.  Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.
  7. Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.
  8. Setjið graut í fallegar skálar/glös og karamellusósu og möndluflögur yfir.

Karamellusósa og skraut

200 g Dumle karamellur

100 ml rjómi

100 g ristaðar möndluflögur

  1. Bræðið karamellur og rjóma saman í potti við meðalháan hita þar til slétt karamellusósa hefur myndast.
  2. Leyfið karamellusósunni að ná stofuhita áður en hún er sett yfir grautinn, toppið með ristuðum möndluflögum.

 

Berið fram á aðlaðandi og fallegan hátt, það gerir gæfumuninn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum