Nautnaseggir eiga eftir að elska þessa ómótstæðilegu döðluköku sem borin er fram með ís og heitri karamellusósu. Hún er rosaleg og tryllir bragðlaukana og seðjandi karamellusósan settur punktinn yfir i-ið. Þessi kemur úr smiðju Maríu Gomez lífstíls- og matarbloggara sem heldur úti bloggsíðunni http://www.paz.is og á sér sögu. Döðlukakan heitur í raun Döðlukaka Gunnelllu frænku og heillaði Maríu upp úr skónum þegar hún smakkaði hana fyrst frá frænku sinni.
„Þegar tita Paz, föðursystir mín, kom til Íslands fyrir mörgum árum síðan var okkur boðið í grillveislu til Gunnellu frænku. Þar var okkur boðið upp á dýrindis döðluköku með ís og heitri karamellusósu í eftirrétt. Kakan var svo dásamlega góð að ég gat aldrei gleymt henni, og loks fékk ég uppskriftina í mínar hendur nú um daginn mörgum árum seinna.“
Auðvita stóðst María ekki freistinguna og prófaði uppskriftinar strax sem lukkaðist svona svakalega vel. Að sögn Maríu er döðlukakan er afar einföld og auðveld að gera og tekur bókstaflega enga stund. Karamellusósan er svo nokkur hráefni sem er skellt saman í pott og soðið saman í 5-10 mínútur, einfalt og þægilegt. Svo er bara að málið eiga að eiga ís til að framreiða með þessari dásemd sem enginn mun geta staðist.
250 g eða tveir pakkar af Dave & Jon’s döðlum með heslihnetum
3 dl sjóðandi heitt vatn (soðið)
100 g mjúkt smjör
130 g púðursykur
2 egg
150 g hveiti
150 g dökkir súkkulaðidropar
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. vanilludropar
120 g smjör
100 g púðursykur
1 dl rjómi
½ tsk.vanilludropar
½ tsk. salt
Berið kökuna fram volga með vanilluís og heitri karamellusósunni og njótið í botn.