fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Ómótstæðilega góð döðlukaka með heitri karamellusósu sem tryllir bragðlaukana

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 23:41

Ómótstæðilega döðlukakan hennar Gunnellu frænku tryllir bragðlaukana og löðrandi karamellusósan settur punktinn yfir i-ið./Ljósmyndir María Gomez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nautnaseggir eiga eftir að elska þessa ómótstæðilegu döðluköku sem borin er fram með ís og heitri karamellusósu. Hún er rosaleg og tryllir bragðlaukana og seðjandi karamellusósan settur punktinn yfir i-ið. Þessi kemur úr smiðju Maríu Gomez lífstíls- og matarbloggara sem heldur úti bloggsíðunni http://www.paz.is og á sér sögu. Döðlukakan heitur í raun Döðlukaka Gunnelllu frænku og heillaði Maríu upp úr skónum þegar hún smakkaði hana fyrst frá frænku sinni.

„Þegar tita Paz, föðursystir mín, kom til Íslands fyrir mörgum árum síðan var okkur boðið í grillveislu til Gunnellu frænku. Þar var okkur boðið upp á dýrindis döðluköku með ís og heitri karamellusósu í eftirrétt. Kakan var svo dásamlega góð að ég gat aldrei gleymt henni, og loks fékk ég uppskriftina í mínar hendur nú um daginn mörgum árum seinna.“

Auðvita stóðst María ekki freistinguna og prófaði uppskriftinar strax sem lukkaðist svona svakalega vel. Að sögn Maríu er döðlukakan er afar einföld og auðveld að gera og tekur bókstaflega enga stund. Karamellusósan er svo nokkur hráefni sem er skellt saman í pott og soðið saman í 5-10 mínútur, einfalt og þægilegt. Svo er bara að málið eiga að eiga ís til að framreiða með þessari dásemd sem enginn mun geta staðist.

Döðlukaka Gunnellu með heitri karamellusósu

250 g eða tveir pakkar af Dave & Jon’s döðlum með heslihnetum

3 dl sjóðandi heitt vatn (soðið)

100 g mjúkt smjör

130 g púðursykur

2 egg

150 g hveiti

150 g dökkir súkkulaðidropar

½  tsk. salt

1 tsk. matarsódi

1 tsk. vanilludropar

Heit karamellusósa 

120 g smjör

100 g púðursykur

1 dl rjómi

½ tsk.vanilludropar

½ tsk. salt

Döðlukaka 

  1. Hitið ofninn á 180 °C blástur.
  2. Sjóðið 3 dl af vatni og hellið því sjóðandi heitu yfir döðlurnar ásamt súkkulaði og vanilludropum og leggið til hliðar.
  3. Hrærið í hrærivél saman mjúku smjöri og sykrinum þar til létt og ljóst og skafið með köntum.
  4. Bætið þá út í einu eggi í einu þar til er orðið loftkennt og ljóst.
  5. Maukið nú döðlurnar með vatninu og súkkulaðinu í, í blandara/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli (vatnið á að vera með) og bætið út í deigið ásamt hveiti, salti og matarsóda.
  6. Hrærið nú allt vel saman en ekki of mikið, bara þar til deigið er rétt blandað saman. Smyrjið 26 cm kökumót og hellið deiginu í það og bakið í 30 mínútur.
  7. Gerið karamellusósuna á meðan.

Heit karamellusósa 

  1. Setjið smjör í pott og bræðið við vægan hita.
  2. Bætið þá sykrinum og restinni af hráefnunum út í pottinn og látið byrja að sjóða.
  3. Hærið af og til í sósunni og látið sjóða í eins og 5-10 mínútur.

Berið kökuna fram volga með vanilluís og heitri karamellusósunni og njótið í botn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum