fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 19. nóvember 2021 18:23

Trönuberjakokteillinn að hætti Hildar steinliggur./Ljósmyndir Hildur Rut Ingimarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólaundirbúningurinn byrjar á mörgum heimilum í nóvember og þessi tími er svo rómantískur og yndislegur. Þá er lag að byrja helgina á góðum kokteill sem gleður og þjófstarta aðventunni. Hér kemur einn skotheldur kokteill sem steinliggur úr smiðju Hildar Rutar Ingimars sælkera með meiru.

„Mér finnst alveg tilvalið að komast í smá jólafíling í nóvember með góðum drykk sem kemur manni í jólaskapið. Hér er á ferðinni bragðgóður kokteill sem inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu. Þessi blanda er alveg sérlega góð og trönuberin, appelsínukeimurinn og rósmarínið gerir drykkinn svo jólalegan og gómsætan. Margir eru að skipuleggja matarboð eða aðra jólahittinga og þá á þessi kokteill einstaklega vel við,“segir Hildur Rut sem er farin að hlakka mikið til aðventunnar.

Trönuberjakokteill

60 ml Roku gin
1,3 dl trönuberjasafi
2 ml sykursíróp

Nokkrir dropar angostura bitter
Rósmarín stilkur
Appelsínu sneið
Klakar
Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum

  1. Hellið gini, trönuberjasafa, sykursírópi og bitter í fallegt glas og hrærið saman.
  2. Fyllið glasið af klökum og setjið rósmarín stilk og appelsínusneið.
  3. Skreytið með trönuberjum og njótið.

Hægt er að fylgjast með Hildi Rut á Instagramreikning hennar @hildurrutingimars

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram