fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Matur

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 17:26

Hótelið er hið glæsilegasta á besta stað við höfnina í hjartaborgarinnar. Þar er einnig stórglæsilegur veitingastaður og kaffihúsið kærkomin viðbót við matar- og menningarflóruna./Ljósmyndir aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur TIDES CAFÉ Á The Reykjavíkk EDITION opnað og eru það gleðifréttir fyrir morgunhana þar sem þeir geta mætt klukkan 6.00 að morgni til að njóta ljúffengra veitinga og drykkja í fallegu umhverfi. Þar er hægt að fá sér kaffi og með því en nýja hótelið er staðsett við höfnina í hjarta miðborgarinnar. Margir hafa beðið spenntir eftir opnun þessa demants, The Reykjavík EDITION sem er stórglæsilegt hótel og er kærkomin viðbót við matar- og menningarflóruna sem og hótelflóruna. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður þar lögð er áhersla á framúrskarandi þjónustu og mat.

Tides Café er bæði kaffihús og bakarí og er fullkomið fyrir fólk sem er snemma á ferðinni, „early birds“ eða morgunhana. Það er staðsett á jarðhæð hótelsins með sérinngangi við hliðina á hótelinnganginum. TIDES CAFÉ býður upp á heimabakað góðgæti og ljúffenga kaffidrykki til taka með eða njóta á staðnum. Kaffihúsið fullkomið fyrir léttan og hollan hádegismat sem gleður bragðlaukana eins avókadó samlokan eða samlokan með reyktum lax sem er ávallt í boði í sérstökum kæli ásamt góðu úrvali af drykkjum.

Kaffi­húsið er opið frá 6:00 til 17:00 en lokað á sunnu­dög­um og mánu­dög­um.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma