fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Gómsæt og jólaleg kransastjarna sem mun slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 11:46

Gómsæt og jólaleg kransastjarnan sem á vel við í aðventunni. Ljósmyndir/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óðum í aðventuna og þá er gaman að eiga eitthvað gómsæt og jólalegt með aðventukaffinu. Hér er komin gómsæt og jólaleg útfærsla að kransaköku úr smiðju Berglindar Hreiðar köku- og matarbloggar hjá Gotterí og gersemar. Berglind hefur mikið dálæti að kranskakökum svo hún fór á stúfana og bjó til þessa dásemd. Nú er bara að prófa og slá í gegn í aðventunni.

Kransastjarna

Uppskrift dugar í tvær stjörnur

Stjarna

700 g Odense Marcipan

150 g sykur

½ – ¾ eggjahvíta (um 20 g)

  1. Setjið allt saman í hrærivélina og hnoðið með K-inu þar til blandan fer að þéttast.
  2. Takið úr vélinni og hnoðið í höndunum þar til vel samlagað og þétt kúla hefur myndast.
  3. Plastið kúluna vel og kælið í að minnsta kosti 2 klukkustundir eða yfir nótt.
  4. Teiknið þrjá misstóra þríhyrninga á bökunarpappír (18, 15 og 12 cm með jöfnum hliðum). Hægt er að teikna 1 þríhyrning af hverri stærð á eina bökunarplötu svo gerið tvær slíkar fyrir sitthvora stjörnuna.
  5. Rúllið út jafnar lengjur, um 1,5 cm í þvermál, skerið niður 6 lengjur af hverri stærð og raðið á þríhyrningana á hvorri plötu. Snyrtið aðeins af endunum til þess að þeir tengist betur saman og sléttið úr samskeytunum eins og unnt er með fingrunum.
  6. Bakið við 200° í 10-12 mínútur eða þar til stjörnurnar fara að dökkna.
  7. Kælið vel og sprautið síðan glassúr og súkkulaði á þær með mjóum hringlaga stút.
  8. Raðið stjörnunum síðan saman svo efsta og neðsta snúi eins og sú í miðjunni öfugt við hinar svo úr verði fallegt stjörnumynstur.
  9. Skreytið með blómum eða öðru sem hugurinn girnist.

Skreyting

  • 1 eggjahvíta
  • 200 g flórsykur
  • 100 g brætt dökkt súkkulaði
  1. Setjið eggjahvítu og flórsykur í hrærivélina og þeytið vel saman.
  2. Notið örmjóan hringlaga stút eða klippið lítið gat á sterkan poka og sprautið glassúr á allar stjörnurnar.
  3. Bræðið næst súkkulaðið og endurtakið leikinn með því, leyfið súkkulaði og glassúr næst að storkna vel áður en þið raðið saman stjörnunum og skreytið.

Berið fallega fram og njótið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka