Hver man ekki eftir Tik Tok pastanu sem fór eins og eldur um sinu um allt netið ? Hér notar María Gomez lífsstíls- og matarbloggari sem heldur úti bloggsíðunni www.paz.is sömu hugmyndafræði en allt önnur hráefni. „Útkoman er hreint út sagt stórkostleg og svo er ofureinfalt að elda þenna rétt,“segir María og bætir við það sé ekki hægt að gera einfaldari rétt. Hér er á ferðinni bragðmikill pastaréttur þar sem hráefnin skína í gegn. Öllu er hent saman í eldfast mót inn í ofn og svo soðið ferskt pasterella pasta sett yfir.
„Sveppir, hvítlaukur, rjómi og ostur, er eitthvað sem getur ekki klikkað. Heimilið fyllist af dásamlegum ilmi hvítlauks og sveppa og það er eins og bragðið af hráefninu fái meiri dýpt við að vera bakað svona í ofni,“segir María og deilir hér með okkur þessari dásamlegu uppskriftin sem enginn sveppaaðdáandi verður svikinn af.
Sveppapastaréttur með spínatfylltu ravílo
250 g sveppir
4 hvítlauksrif
3,5-4 dl matreiðslurjómi
1 stk. kryddostur með villisveppum
salt og pipar eftir smekk
1 pakki eða 250 g spínatfyllt ravíoli frá Pasterella (fæst í Bónus)
Ferskt timian (má sleppa)
Ljósmyndir/María Gomez.